12 mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 27. júní 2017 15:00 Héraðsdómur Austurlands. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum. Manninum var gefið að sök að hafa þann 29. júlí árið 2016 staðið að smygli á 665 grömmum af hassi til Grænlands frá Íslandi. Maðurinn flutti efnin sem farþegi með flugi frá Íslandi til Ilulissat í Grænlandi, falin í líkama sínum í 107 pakkningum. Þá var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi með því að hafa kýlt föður sinn í höfuð og andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla bólgu og mar við vinstra auga, skurð á efra augnloki vinstra megin og brot á andlitsbeinum vinstra megin. „Nánar tiltekið var brotakerfi á mótum nefbeins, augntóftarbeins og sáldbeins, stærsti lausi beinbitinn á svæðinu var innkýldur og tilfærður og brotakerfið lá í gegnum augntóftarbeinsbotninn þar sem beinflaski var laus og gekk niður í kinnholuna. Auk þess skertist hreyfigeta vinstra auga og lokun neðra augnloks vinstra megin skaddaðist, hornhimna augans rispaðist og hann hlaut nokkra tvísýni,“ segir í dómnum. Maðurinn á sér talsverðan sakaferil. Frá árinu hefur hann hlotið 18 refsidóma og gengist undir lögreglustjórasátt vegna ýmissa brota gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum. Ekki hefur þótt ástæða til að skilorðsbinda fangelsisdóma sem hann hefur hlotið frá árinu 2003.Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þá voru gerð upptæk 550,18 grömm af hassi, auk umbúða, 9 kannabisplöntur og aðrir munir sem lögregla lagði hald á, þ.e. 9 blómapottar, einn 4 tommu barki, þrír plastbakkar, loftblásari, loftsía, tvær rafmagnsviftur, spennugjafi fyrir ræktunarlampa, gróðurtjald, gróðurhúsalampi, fimm plastfötur ásamt plastbökkum, tvö rafmagnsfjöltengi, tímarofi og stálsúlur til að halda upp gróðurtjaldi. Þá er manninum gert að greiða 829.056 krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í gær karlmann í tólf mánaða fangelsi fyrir fíkniefnasmygl og líkamsárás gegn föður sínum. Manninum var gefið að sök að hafa þann 29. júlí árið 2016 staðið að smygli á 665 grömmum af hassi til Grænlands frá Íslandi. Maðurinn flutti efnin sem farþegi með flugi frá Íslandi til Ilulissat í Grænlandi, falin í líkama sínum í 107 pakkningum. Þá var hann einnig ákærður fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi með því að hafa kýlt föður sinn í höfuð og andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut mikla bólgu og mar við vinstra auga, skurð á efra augnloki vinstra megin og brot á andlitsbeinum vinstra megin. „Nánar tiltekið var brotakerfi á mótum nefbeins, augntóftarbeins og sáldbeins, stærsti lausi beinbitinn á svæðinu var innkýldur og tilfærður og brotakerfið lá í gegnum augntóftarbeinsbotninn þar sem beinflaski var laus og gekk niður í kinnholuna. Auk þess skertist hreyfigeta vinstra auga og lokun neðra augnloks vinstra megin skaddaðist, hornhimna augans rispaðist og hann hlaut nokkra tvísýni,“ segir í dómnum. Maðurinn á sér talsverðan sakaferil. Frá árinu hefur hann hlotið 18 refsidóma og gengist undir lögreglustjórasátt vegna ýmissa brota gegn almennum hegningarlögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum. Ekki hefur þótt ástæða til að skilorðsbinda fangelsisdóma sem hann hefur hlotið frá árinu 2003.Eins og fyrr segir var maðurinn dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir brot sín. Þá voru gerð upptæk 550,18 grömm af hassi, auk umbúða, 9 kannabisplöntur og aðrir munir sem lögregla lagði hald á, þ.e. 9 blómapottar, einn 4 tommu barki, þrír plastbakkar, loftblásari, loftsía, tvær rafmagnsviftur, spennugjafi fyrir ræktunarlampa, gróðurtjald, gróðurhúsalampi, fimm plastfötur ásamt plastbökkum, tvö rafmagnsfjöltengi, tímarofi og stálsúlur til að halda upp gróðurtjaldi. Þá er manninum gert að greiða 829.056 krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira