Logi er fullkominn fyrir þetta Víkingslið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2017 06:00 Logi hefur hleypt nýju blóði í lið Víkinga. vísir/stefán Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Gengi Víkings R. hefur tekið stakkaskiptum eftir að Logi Ólafsson sneri aftur á fornar slóðir og tók við þjálfun liðsins af Milos Milojevic 24. maí síðastliðinn. Þá sátu Víkingar í 9. sæti Pepsi-deildarinnar með þrjú stig eftir fjórar umferðir. Núna, rúmum mánuði síðar, er Víkingur í 5. sæti deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Stjarnan og FH. Síðan Logi við stjórnartaumunum í Víkinni hefur ekkert lið í Pepsi-deildinni náð í fleiri stig (11) en Víkingar. En hverju hefur Logi breytt hjá Víkingi á þessum eina mánuði í starfi? „Ég held að Logi hafi fyrst og síðast komið með ákveðinn aga. Þetta er kannski blanda af agaðri varnarleik og betri liðsheild. Ég held að Logi hafi verið fullkominn fyrir þetta Víkingslið. Það þurfti einhvern sem lyfti þeim aðeins upp, færði þeim sjálfstraust og gerði þá að heilsteyptu liði. Þetta virðist vera vinnustaður þar sem mönnum líður vel,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna á Stöð 2 Sport. „Eins og staðan er núna lítur þetta hrikalega vel út. Val Víkinga á eftirmanni Milosar virðist hafa heppnast álíka vel og þegar KR réði Willum [Þór Þórsson] í fyrra,“ bætti Óskar Hrafn við. Logi er með skemmtilegri mönnum og landsþekktur fyrir sína kímnigáfu. Óskar Hrafn segir það þó rangt að líta á Loga sem einhvern sprellikall. „Hann er skemmtilegur maður en á sama tíma enginn trúður sem þjálfari. En það er ákveðinn léttleiki í kringum hann sem persónu og það hjálpaði til því maður hafði það á tilfinningunni að andrúmsloftið væri orðið svolítið þungt og þrúgað,“ sagði Óskar Hrafn. „Innan vallar er kominn meiri agi og festa og Logi nær því besta úr mönnum sem virðist líða rosalega vel í Víkinni í dag. Og það er algjört frumskilyrði fyrir því að spila vel og vinna leiki.“ Logi hefur ekki þjálfað frá því hann var látinn fara frá Stjörnunni haustið 2013. Hann hefur talað um að hann vildi enda þjálfaraferilinn á annan og betri hátt og fékk tækifæri til þess hjá Víkingi, sama félagi og gaf honum fyrsta tækifærið til að þjálfa meistaraflokk karla árið 1990. Ári síðar gerði hann Víkinga að Íslandsmeisturum. „Logi, með þann árangur sem hann hefur náð í gegnum tíðina, hefur auðvitað alltaf eitthvað að sanna. Hann er að verja ákveðinn orðstír og árangur sem hann hefur náð,“ sagði Óskar Hrafn sem telur að Logi hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann valdi Bjarna Guðjónsson sem sinn aðstoðarmann. „Þeir virðast ná mjög vel saman og Bjarni á örugglega sinn þátt í því að búa til þetta ljómandi fína andrúmslofti sem virðist vera í Víkinni.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira