Erlent

Trump stillir upp falskri forsíðumynd af sér í fyrirtækjum sínum

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Trump virðist virðulegur á þessari forsíðumynd Time Magazine sem er í raun ekki til.
Trump virðist virðulegur á þessari forsíðumynd Time Magazine sem er í raun ekki til. Skjáskot
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið ötull við að gagnrýna fréttir og fréttaveitur fyrir að skrifa falskar fréttir. Því kann það að koma mörgum á óvart að forsíðumynd Time magazine af Trump frá 1.mars 2009, sem hangir á vegg á nokkrum af golfvöllum hans, er fölsuð forsíða. Washington Post greinir frá.

Forsíðan er í rauninni mjög vel gerð en hins vegar eru gallar hennar bersýnilegir öllum þeim sem þekkja til tímaritsins. Kerri Chyka, talsmaður Time Inc staðfestir að ekki sé um raunverulega forsíðu að ræða. Trump var ekki í forsíðuviðtali Time Magazine á þessum tíma og ekki kom út blað á þeim degi sem blaðið er sagt hafa komið út.

Á fölsuðu forsíðunni má sjá Trump sitja virðulega fyrir og undir myndinni stendur „Donald Trump: The Apprentice slær í gegn í sjónvarpi“ auk annarrar fyrirsagnar sem segir að Trump njóti stórkostlegrar velgengni. Þarna er einnig að finna fyrirsagnir sem teknar eru úr gömlum Time tímaritum og fjalla um Obama og loftslagsbreytingar. Þetta hefur verið því ákveðin leið fyrir Trump til að vekja athygli á sér fyrir forsetakosningarnar og láta í ljós yfirburði sína á sviði viðskipta.

Talsmenn Trump hafa ekki svarað spurningum um málið jafnframt hafa þeir neitað að svara því hvort að Trump hafi sjálfur vitað að um falsaða forsíðu væri að ræða. Ekki er vitað hver stendur að baki gerð þessarar forsíðu.

Myndband frá Washington Post, þar sem farið er yfir málið, má sjá hér að neðan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×