Nýr vírus herjar á heiminn Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2017 06:41 Skilaboðin sem fórnarlömb vírussins sjá. Vísir/AFP Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. Svo virðist sem að Úkraína og Rússland hafi orðið hvað verst úti, en ekki vitað hvaðan árásin hefur verið gerð. Smitist tölvur af vírusnum þarf að greiða 300 dali í Bitcoin til að opna þær aftur. Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja fórnarlömb þó um að greiða ekki lausnargjaldið og segja að ekki sé öruggt að tölvurnar verði opnaðar aftur. Sérfræðingar, og þar á meðal Cert-Ís, segja vísbendingar um að vírusinn notist við sama öryggisgalla og WannaCry vírusinn sem fór um heiminn allan í maí. Hann virðist vera ný útfærsla af vírus sem nefnist Petya, samkvæmt frétt BBC. Þessi vírus hefur því fengið nafnið NotPetya. Vírusinn er sagður innihalda kóða sem nefnist Eternal Blue. Þeim kóða var stolið af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var einnig notaður í WannaCry vírusinn. Sjá einnig: Varað við nýrri hrinu tölvuárása Í skilaboðum sem birtast á skjáum tölva sem hafa smitast af vírusum er gefið upp heimilisfang svokallaðs bitcoin veskis og mun vera búið að setja tæplega níu þúsund dali í veskið. Því virðist sem að einhver fórnarlömb hafi brugðið á það ráð að greiða lausnargjaldið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir að mörg fyrirtæki hafi ekki lokað fyrir þá galla sem WannaCry vírusinn nýtti sér sökum þess hve hratt hann var stöðvaður.Uppfært 07:30 Öryggisfyrirtækið Bleeping Computer hefur fundið leið til að „bólusetja“ tölvur gegn vírusnum. Það er hægt með tiltölulega einföldum hætti og hefur fyrirtækið birt leiðbeiningar á vef sínum. Tækni Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Fyrirtæki og stofnanir um heim allan hafa tilkynnt vírus sem heldur gögnum þeirra í gíslingu. Svo virðist sem að Úkraína og Rússland hafi orðið hvað verst úti, en ekki vitað hvaðan árásin hefur verið gerð. Smitist tölvur af vírusnum þarf að greiða 300 dali í Bitcoin til að opna þær aftur. Yfirvöld í Bandaríkjunum biðja fórnarlömb þó um að greiða ekki lausnargjaldið og segja að ekki sé öruggt að tölvurnar verði opnaðar aftur. Sérfræðingar, og þar á meðal Cert-Ís, segja vísbendingar um að vírusinn notist við sama öryggisgalla og WannaCry vírusinn sem fór um heiminn allan í maí. Hann virðist vera ný útfærsla af vírus sem nefnist Petya, samkvæmt frétt BBC. Þessi vírus hefur því fengið nafnið NotPetya. Vírusinn er sagður innihalda kóða sem nefnist Eternal Blue. Þeim kóða var stolið af Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna og var einnig notaður í WannaCry vírusinn. Sjá einnig: Varað við nýrri hrinu tölvuárása Í skilaboðum sem birtast á skjáum tölva sem hafa smitast af vírusum er gefið upp heimilisfang svokallaðs bitcoin veskis og mun vera búið að setja tæplega níu þúsund dali í veskið. Því virðist sem að einhver fórnarlömb hafi brugðið á það ráð að greiða lausnargjaldið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir að mörg fyrirtæki hafi ekki lokað fyrir þá galla sem WannaCry vírusinn nýtti sér sökum þess hve hratt hann var stöðvaður.Uppfært 07:30 Öryggisfyrirtækið Bleeping Computer hefur fundið leið til að „bólusetja“ tölvur gegn vírusnum. Það er hægt með tiltölulega einföldum hætti og hefur fyrirtækið birt leiðbeiningar á vef sínum.
Tækni Tengdar fréttir Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48 Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01 Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00 Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Sjá meira
Hakkarar reyna að endurræsa WannaCry Ítrekuðum og þungum netárásum hefur verið beint gegn vefsvæði sem átti stóran þátt í því að stöðva útbreiðslu vírussins. 20. maí 2017 13:48
Forseti Microsoft harðorður í garð yfirvalda sem hamstra njósnahugbúnað og tölvuvírusa Staðfestir það sem fjölmargir sérfræðingar höfðu bent á eftir að WannyCry-veiran fór að valda usla á föstudaginn, það er að vírusinn byggir á kóða sem tilheyrði stafrænu vopnabúri Bandarísku þjóðaröryggistofnunar, NSA. 15. maí 2017 08:01
Forstjóri Póst-og fjarskiptastofnunar: Gagnagíslatökur komnar til að vera Póst-og fjarskiptastofnun hefur enn sem komið er ekki staðfest veirusmit í neinni tölvu hérlendis að sögn Hrafnkels V. Gíslasonar, forstjóra stofnunarinnar. Gagnagíslatökur séu hins vegar komnar til að vera og fólk þurfi að hafa varann á. 15. maí 2017 09:00
Varað við nýrri hrinu tölvuárása Póst- og fjarskiptastofnun sendir frá sér tilkynningu vegna spilliforrits sem herjar á tölvukerfi í nokkrum löndum. 27. júní 2017 17:52