Sex ákærðir vegna Hillsborough-harmleiksins Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2017 10:44 David Duckenfield sagði undirmönnum sýnum að opna hlið stúku sem var þegar full af stuðningsmönnum Liverpool. Hátt í hundrað manns létust í troðningnum sem fylgdi. Vísir/AFP Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Suður-Jórvíkurskíri hefur verið ákærður fyrir manndráp og fyrrverandi aðalvarðstjóri fyrir meinsæri vegna Hillsborough-harmleiksins. Þar fórust 96 stuðningsmenn Liverpool vegna mistaka lögreglu. Upphaflega niðurstaða rannsakenda var að aðdáendurnir á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield 15. apríl árið 1989 hefðu farist af slysförum. Dánardómstjóri tók málið hins vegar upp aftur árið 2014. Réttarrannsókn hans komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að orsök harmleiksins hafi verið gróf vanræksla lögreglunnar og skipuleggjenda leiksins. Íbúar Liverpool-borgar hafa barist fyrir réttlæti fyrir stuðningsmennina 96 í meira en aldarfjórðung.Vísir/EPA Reyndu að kenna stuðningsmönnunum um David Duckenfield var yfirlögregluþjónninn sem var yfirmaður löggæslumála á leikdag. Hann gaf lögreglumönnum meðal annars skipun um að opna hlið inn í þegar fulla stúku þar sem Liverpool-aðdáendur voru. Fólkið lést í gríðarlegum troðningi sem myndaðist í Leppings Lane-stúkunni. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Duckenfield hafi nú verið ákærður fyrir manndráp á 95 manns vegna grófrar vanrækslu. Ekki var hægt að kæra hann fyrir dráp á 96. manninum sem lést fjórum árum eftir slysið. Þá hefur Norman Bettison, aðalvarðstjóri, verið ákærður fyrir lygar í kjölfar harmleiksins. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri reyndi að skella skuldinni á aðdáendur Liverpool. Fjórir aðrir, tveir lögreglumenn, einn starfsmaður Sheffield Wednesday og lögmaður sem starfaði fyrir lögregluna hafa einnig verið ákærðir. Ríkissaksóknari Bretlands þarf að fá samþykki dómstóla til að ákæra Duckenfield vegna þess að einkamál var höfðað gegn honum árið 1999. Hillsborough-slysið Enski boltinn Bretland England Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira
Fyrrverandi yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Suður-Jórvíkurskíri hefur verið ákærður fyrir manndráp og fyrrverandi aðalvarðstjóri fyrir meinsæri vegna Hillsborough-harmleiksins. Þar fórust 96 stuðningsmenn Liverpool vegna mistaka lögreglu. Upphaflega niðurstaða rannsakenda var að aðdáendurnir á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest í ensku bikarkeppninni á Hillsborough-vellinum í Sheffield 15. apríl árið 1989 hefðu farist af slysförum. Dánardómstjóri tók málið hins vegar upp aftur árið 2014. Réttarrannsókn hans komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að orsök harmleiksins hafi verið gróf vanræksla lögreglunnar og skipuleggjenda leiksins. Íbúar Liverpool-borgar hafa barist fyrir réttlæti fyrir stuðningsmennina 96 í meira en aldarfjórðung.Vísir/EPA Reyndu að kenna stuðningsmönnunum um David Duckenfield var yfirlögregluþjónninn sem var yfirmaður löggæslumála á leikdag. Hann gaf lögreglumönnum meðal annars skipun um að opna hlið inn í þegar fulla stúku þar sem Liverpool-aðdáendur voru. Fólkið lést í gríðarlegum troðningi sem myndaðist í Leppings Lane-stúkunni. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að Duckenfield hafi nú verið ákærður fyrir manndráp á 95 manns vegna grófrar vanrækslu. Ekki var hægt að kæra hann fyrir dráp á 96. manninum sem lést fjórum árum eftir slysið. Þá hefur Norman Bettison, aðalvarðstjóri, verið ákærður fyrir lygar í kjölfar harmleiksins. Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri reyndi að skella skuldinni á aðdáendur Liverpool. Fjórir aðrir, tveir lögreglumenn, einn starfsmaður Sheffield Wednesday og lögmaður sem starfaði fyrir lögregluna hafa einnig verið ákærðir. Ríkissaksóknari Bretlands þarf að fá samþykki dómstóla til að ákæra Duckenfield vegna þess að einkamál var höfðað gegn honum árið 1999.
Hillsborough-slysið Enski boltinn Bretland England Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sjá meira