Starfsmatskerfi borgarinnar minnkar kynbundinn launamun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. júní 2017 12:08 Kennarar voru í mikilli kjarabaráttu fyrir áramót og má hér sjá hóp þeirra koma saman í Hagaskóla fyrir áramót. vísir/ernir Kynbundinn launamunur minnkaði um 0,8 prósentustig milli áranna 2014 og 2015 hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat. Á meðal þeirra sem ekki falla undir starfsmat eru kennarar. Kynbundinn launamunur minnkaði úr 3,2 prósentum í 2,4 prósent hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar milli áranna 2014 og 2015. Þetta á eingöngu við um þá starfsmenn sem taka laun samkvæmt starfsmati en það gerir meirihluti starfsmanna borgarinnar eða fimm þúsund manns. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg. Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir ánægjulegt að sjá árangur af starfsmatskerfinu sem hefur verið endurskoðað og bætt síðustu ár. „Starfsmat er aðferðafræði við að launasetja út frá málefnalegum forsendum – þannig að allir eru launasettir á sömu forsendum. Þetta er grunnurinn að jafnlaunahugtakinu, því að jafnverðmæt störf séu launasett eins,“ segir Helga.Stendur í stað þegar allar tölur eru teknar með Kynbundni launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4% á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þegar tölur fyrir alla starfsmenn Reykjaborgar eru skoðaðar stendur því kynbundinn launamunur í stað. Helga segir góðan árangur sem hafi fengist með notkun starfsmatskerfis vera hvatningu til að fá fleiri hópa til að vinna samkvæmt kerfinu. „Starfsmat er eitthvað sem við semjum um við stéttarfélög en þau félög sem hafa ekki gert það hafa jafnvel ástæðu til þess, t.d. standa kennarar fyrir utan starfsmatskerfið. Þannig er það líka hjá Bretum og þeir eru framarlega í starfsmatsárum þannig að þetta er ekki óþekkt. Við myndum þó vilja sjá fleiri taka þátt í þessari aðferðafræði launasetningar,“ segir Helga. Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Kynbundinn launamunur minnkaði um 0,8 prósentustig milli áranna 2014 og 2015 hjá þeim starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem taka laun samkvæmt starfsmati. Launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat. Á meðal þeirra sem ekki falla undir starfsmat eru kennarar. Kynbundinn launamunur minnkaði úr 3,2 prósentum í 2,4 prósent hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar milli áranna 2014 og 2015. Þetta á eingöngu við um þá starfsmenn sem taka laun samkvæmt starfsmati en það gerir meirihluti starfsmanna borgarinnar eða fimm þúsund manns. Þetta kemur fram í úttekt sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Reykjavíkurborg. Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, segir ánægjulegt að sjá árangur af starfsmatskerfinu sem hefur verið endurskoðað og bætt síðustu ár. „Starfsmat er aðferðafræði við að launasetja út frá málefnalegum forsendum – þannig að allir eru launasettir á sömu forsendum. Þetta er grunnurinn að jafnlaunahugtakinu, því að jafnverðmæt störf séu launasett eins,“ segir Helga.Stendur í stað þegar allar tölur eru teknar með Kynbundni launamunurinn jókst hins vegar hjá þeim sem ekki falla undir starfsmat og fór úr 4,9% í 5,4% á heildarlaunum þegar tekið hefur verið tillit til starfaflokkunar, aldurs, starfsaldurs, starfshlutfalls og vinnutíma. Þegar tölur fyrir alla starfsmenn Reykjaborgar eru skoðaðar stendur því kynbundinn launamunur í stað. Helga segir góðan árangur sem hafi fengist með notkun starfsmatskerfis vera hvatningu til að fá fleiri hópa til að vinna samkvæmt kerfinu. „Starfsmat er eitthvað sem við semjum um við stéttarfélög en þau félög sem hafa ekki gert það hafa jafnvel ástæðu til þess, t.d. standa kennarar fyrir utan starfsmatskerfið. Þannig er það líka hjá Bretum og þeir eru framarlega í starfsmatsárum þannig að þetta er ekki óþekkt. Við myndum þó vilja sjá fleiri taka þátt í þessari aðferðafræði launasetningar,“ segir Helga.
Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira