Fótbolti

Sá sami með flautuna í kvöld og rak Ólaf Inga útaf 2013

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alberto Undiano Mallenco í fullu fjöri.
Alberto Undiano Mallenco í fullu fjöri. vísir/getty
Hinn spænski Alberto Undiano Mallenco verður með flautuna í Laugardalnum í kvöld þegar Ísland og Króatía mætast í toppslag I-riðils í undankeppni HM í Rússlandi 2018.

Alberto hefur verið FIFA-dómari frá árinu 2004, en hann hefur dæmt mikið af leikjum í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni undanfarin ár: Hann var valinn besti dómari Spánar 2005 og 2007.

 

Spánverjinn dæmdi fyrri umspilsleik Íslands og Króatíu um laust sæti á HM 2014, en hann rak þá Ólaf Inga Skúlason af velli. Hann vakti ekki mikla lukku hjá íslenska landsliðinu og þáverandi þjálfara liðsins, Lars Lagerback, en vekur vonandi meiri lukku í kvöld með flautuleik sínum.

Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í kvöld, en Króatar eru á toppi riðilsins með þrettán stig. Íslendingar sitja í öðru sætinu með tíu stig og geta komist upp að hlið Króatíu með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×