Erlenda pressan: Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2017 22:18 Okkar menn fögnuðu vel og innilega með stuðningsmönnum eftir leik. Vísir/Ernir Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Sigur strákanna okkar á Króötum í Laugardalnum í kvöld vekur eðlilega mikla athygli úti í heimi. Knattspyrna er langvinsælasta íþróttagrein heimsins og okkar menn vöktu heimsathygli í Frakklandi síðasta sumar og unnu hug og hjörtu margra. „Háspenna er í I-riðli. Hinn mikli sigurvegari þennan sunnudag er Ísland,“ segir í umfjöllun þýska miðilsins Kicker. Í toppslagnum slógu Íslendingar toppliðinu Króatíu ref fyrir rass. „Ótrúlegur sigur hjá Íslandi þar sem liðin á hæla þeirra unnu einnig sigur.“ „Skalli Harðar Magnússonar skapar enn einn óvæntan sigur Íslands sem deila nú toppsætinu í undankeppni heimsmeistaramótsins,“ segir í fyrirsögn Daily Mail. „Lukkumark af öxl Harðar Magnússonar tryggði íslenskan sigur.“ „Ísland vinnur dramatískan sigur með marki undir lokin,“ segir í umfjöllun Fox Sports. Berlingske Tidende slá upp fyrirsögninni: „Huh! Huh! Huh! Íslendingar á HM-braut eftir síðbúið mark gegn Króatíu“. Er augljóslega verið að vísa í Víkingaklappið sem tekið var tvisvar í Laugardalnum í kvöld. Króatískir miðlar eru eðli málsins samkvæmt ekki í skýjunum með frammistöðu sinna manna. Á einum þeirra mest lesnu miðlum, 24sata.hr, er talað um svartan júní. Leikur króatíska liðsins hafi verið of flókinn, sumir hafi verið ósjáanlegir og leik Luka Modric er lýst á einfaldan veg: „Luka spilaði“. Þá er færaleysi þeirra í leiknum gagnrýnt en Króatarnir fengu tvö færi með skömmu millibili í seinni hálfleik en reyndi ekkert á Hannes í markinu.Á heimasíðu evrópska knattspyrnusambandsins UEFA stendur einfaldlega: „Ísland sökkti Króatíu“ Fréttin hefur verið uppfærð eftir ábendingu um ranga þýðingu úr króatísku.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48 Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57 Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36 Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Chelsea mætir Real Betis Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Raggi Sig sussar á efasemdaraddirnar með pítsusneið í hendi „Formið var vist i lagi..“ segir miðvörðurinn sem átti fínan leik í kvöld. 11. júní 2017 21:48
Ragnar um pítsumyndina: „Ég varð að gera þetta“ Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslendinga, notaði bæði Laugardalsvöllinn og samfélagsmiðla til þess að þagga niður í þeim sem töldu hann ekki vera í nægilega góðu formi til að mæta Króatíu í undankeppni HM í kvöld. 11. júní 2017 21:57
Kári: Einn af bestu sigrum sem íslenskt landslið hefur unnið Kári Árnason, varnarmaður Íslands, segir að sigur Ísland gegn Króatíu hafi verið einn besti sigur sem íslenskt landslið hefur unnið. 11. júní 2017 21:36
Það skýrðist eftir leik hvers vegna Viðar Örn var ekki valinn Heimir Hallgrímsson valdi aðeins þrjá framherja enda ætlaði hann bara að byrja með einn gegn Króötum. 11. júní 2017 21:30