Erlent

Trump frestar heimsókn til Bretlands af ótta við mótmæli

Kjartan Kjartansson skrifar
Donald Trump er smeykur við mótmælendur í Bretlandi.
Donald Trump er smeykur við mótmælendur í Bretlandi. Vísir/EPA
Opinberri heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta til Bretlands hefur verið frestað. Trump tilkynnti Theresu May, forsætisráðherra, þetta í símtali fyrir nokkrum vikum. Sagðist hann ekki vilja koma ef fjöldamótmæli fara fram gegn honum eins og boðað hefur verið.

May bauð Trump til Bretlands þegar hún heimsótti hann í Hvíta húsið í janúar, fyrst erlendra þjóðarleiðtoga eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Heimsóknin fyrirhugaða hefur verið afar umdeild á Bretlandi.

The Guardian hefur nú eftir ráðgjafa í Downing-stræti 10 sem var í herberginu með May þegar hún ræddi við Trump að bandaríski forsetinn hefði lýst því yfir að hann vildi ekki koma ef bresku almenningur styddi það ekki.

Segja fréttina ranga en geta ekki nefnt tímasetningu

Fullrúar Hvíta hússins neita því hins vegar að heimsóknina hafi borið á góma þegar Trump og May ræddu saman í síma. The Guardian vitnar í blaðamanna Washington Post sem segist hafa fengið þau svör frá blaðafulltrúa Hvíta hússins að frétt breska blaðsins væri röng. Fulltrúinn gat engu að síður ekki sagt hvenær Trump ætlaði sér að heimsækja Bretland.

New York Times hefur síðan haft eftir heimildamönnum að Trump væri að hugsa um að fresta ferðinni.

Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti ánægju með að Trump væri hættur við að koma á Twitter, meðal annars í ljósi þess að Trump gagnrýndi Sadiq Khan, borgarstjóra London, eftir hryðjuverkaárásin í borginni 3. júní og dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×