Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 08:01 Robert Mueller, sérstakur saksóknari í rannsókn á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússland. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er að íhuga að reka sérstaka rannsakandann sem var skipaður til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs hans við Rússa. Repúblikanar hafa vegið að trúverðugleika rannsakandans í auknum mæli síðustu daga. Jafnt demókratar sem repúblikanar töldu Robert Mueller einstaklega hæfan til að taka að sér rannsókn á málinu eldfima fyrst eftir að Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, tilkynnti um skipan hans. Undanfarna daga hafa stuðningsmenn forsetans hins vegar byrjað að grafa undan Mueller. Þeir benda meðal annars á vinskap Mueller við James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI sem Trump rak. Comey verður líklega lykilvitni í rannsókninni. Þá hafa repúblikanar reynt að gera samstarfsmenn Mueller tortryggilega vegna þess að þeir hafi gefið fé til demókrata þrátt fyrir að sumir þeirra hafi einnig styrkt frambjóðendur úr röðum repúblikana.Breska ríkisútvarpið BBC segir að Christopher Ruddy, framkvæmdastjóri íhaldsvefsíðunnar Newsmax og vinur Trump til langs tíma, fullyrði að forsetinn sé að íhuga að reka Mueller. Talsmenn Hvíta hússins segja aftur á móti að Trump hafi aldrei rætt það við Ruddy.Lögmaður Trump neitaði að útiloka brottrekstur Trump hefur kallað rannsóknina „nornaveiðar“ og ásakanirnar á hendur samstarfsmanna sinna „gabb“. Líklegt er þó að hann myndi hleypa málunum í bál og brand umfram það sem þegar er orðið með því að reka Mueller. Orðrómur um að Trump hyggist gera einmitt það hefur engu að síður fengið byr undir báða vængi síðustu daga. Einn lögmanna hans neitaði þannig að útiloka mögulegan brottrekstur Mueller í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina um helgina. Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í málinu eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Þrátt fyrir að Hvíta húsið reyndi upphaflega að gefa aðrar skýringar á brottrekstrinum sagðist Trump sjálfur hafa verið að hugsa um rannsókn FBI á tengslunum við Rússa þegar hann ákvað að sparka Comey. Comey bar fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku að Trump hafi reynt að fá hann til að lýsa yfir hollustu við sig og lagt að sér að láta rannsókn á Rússatengslunum falla niður.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45 Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
„Mestu nornaveiðar“ í sögu Bandaríkjanna Trump mun hafa kallað helstu ráðgjafa sína á fund sinn og sagðist hann vilja "svara fyrir sig“. 18. maí 2017 12:45
Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa Náinn ráðgjafi Trump til rannsóknar vegna samskipta við Rússa. 19. maí 2017 21:13
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51