Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2017 10:11 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AFP Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að hann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Ólíklegt er talið að Sessions muni greina frá samtölum sínum við forsetann, að því er Politico hefur eftir heimildamönnum sem blaðið segir standa ráðherranum nærri. The Guardian segir að mögulega muni Sessions neita að svara og bera fyrir sig réttindi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa til að veita ekki upplýsingar. Sessions varð uppvís að því að hafa ekki greint frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn fyrir þingnefnd sem fjallaði um skipan hans í embætti dómsmálaráðherra. Hann sagði sig frá rannsókn á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við Rússa í kjölfarið.Ráðherrann líklega sjálfur undir smásjánniComey bar fyrir nefndinni í síðustu viku að hann hefði beðið Sessions um að sjá til þess að Trump hefði ekki beint samband við sig aftur. Sagði hann forsetann hafa krafið sig um hollustu á einkafundi þeirra og lýst von sinni um að Comey hætti rannsókn á tengslunum við Rússa. Túlkaði Comey það sem tilmæli þess efnis.James Comey bar vitni eiðsvarinn í síðustu viku.Vísir/GettyDómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem það neitaði frásögn Comey af samskiptum þeirra Sessions um forsetann. Politico segir að samskipti Trump og Sessions hafi verið sérlega stirð undanfarið. Forsetinn kenni dómsmálaráðherranum um að skipaður hafi verið sérstakur rannsakandi til að kanna tengsl framboðs hans við Rússa. Þá telur hann að Sessions hefði ekki átt að segja sig frá málunum. Sessions er líklega sjálfur undir smásjánni hjá Robert Mueller, rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Comey gaf í skyn í framburði sínum í síðustu viku að fleiri ástæður hefðu verið fyrir því að Sessions dróg sig í hlé en aðeins sú að hann hefði komið nærri framboði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Búist er við að hann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Ólíklegt er talið að Sessions muni greina frá samtölum sínum við forsetann, að því er Politico hefur eftir heimildamönnum sem blaðið segir standa ráðherranum nærri. The Guardian segir að mögulega muni Sessions neita að svara og bera fyrir sig réttindi sem handhafar framkvæmdavaldsins hafa til að veita ekki upplýsingar. Sessions varð uppvís að því að hafa ekki greint frá samskiptum sínum við rússneska embættismenn fyrir þingnefnd sem fjallaði um skipan hans í embætti dómsmálaráðherra. Hann sagði sig frá rannsókn á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við Rússa í kjölfarið.Ráðherrann líklega sjálfur undir smásjánniComey bar fyrir nefndinni í síðustu viku að hann hefði beðið Sessions um að sjá til þess að Trump hefði ekki beint samband við sig aftur. Sagði hann forsetann hafa krafið sig um hollustu á einkafundi þeirra og lýst von sinni um að Comey hætti rannsókn á tengslunum við Rússa. Túlkaði Comey það sem tilmæli þess efnis.James Comey bar vitni eiðsvarinn í síðustu viku.Vísir/GettyDómsmálaráðuneytið gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem það neitaði frásögn Comey af samskiptum þeirra Sessions um forsetann. Politico segir að samskipti Trump og Sessions hafi verið sérlega stirð undanfarið. Forsetinn kenni dómsmálaráðherranum um að skipaður hafi verið sérstakur rannsakandi til að kanna tengsl framboðs hans við Rússa. Þá telur hann að Sessions hefði ekki átt að segja sig frá málunum. Sessions er líklega sjálfur undir smásjánni hjá Robert Mueller, rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Comey gaf í skyn í framburði sínum í síðustu viku að fleiri ástæður hefðu verið fyrir því að Sessions dróg sig í hlé en aðeins sú að hann hefði komið nærri framboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32 Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36 Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51 Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. 10. júní 2017 23:32
Neitar að hafa rætt um Comey við Trump Donald Trump er sagður hafa kallað James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, „klikkhaus“ á fundi með Sergej Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í síðustu viku. Lavrov neitar því hins vegar að þeir hafi rætt um Comey. 20. maí 2017 17:36
Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Robert Mueller mun hafa yfirumsjón yfir rannsókninni. 17. maí 2017 22:51
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. 7. júní 2017 18:45