Ísfirskir krakkar selja ferðamönnum lambaknús Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 14:30 Ungir frumkvöðlar á Ísafirði ásamt heimalningum. Frá vinstri eru: Sigurður, Ólafur og Fróði, allir 10 ára, og Guðrún, 8 ára. Martha Sigríður Örnólfsdóttir Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag: Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag:
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira