Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Skotvopn lögreglunnar verða sýnilegri í sumar en við höfum átt að venjast hingað til. vísir/eyþór Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira