Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Anton Ingi Leifsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Brasilíski markvörðurinn Barbara lendir hér í kröppum dansi við samherja og mótherja í leiknum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. vísir/anton „Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 1-0 tap gegn Brasilíu, einu besta kvennalandsliði heims í gærkvöldi. Marta, sem er jafnan talin besta knattspyrnukona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu. Hún slapp þá inn fyrir vörn Íslands og setti boltann undir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og inn. Svekkjandi niðurstaða eftir flottan leik.Eitthvað til að byggja á Freyr segir að frammistaðan hafi verið góð og horfir, eðlilega, ekki í úrslitin enda um vináttulandsleik að ræða og aðalatriðið að liðið spili sig enn betur saman fyrir stóru stundina, en nú er rúmur mánuður þangað til flautað verður til leiks í Hollandi þar sem stelpurnar okkar verða vonandi hrókar alls fagnaðar. Að tapa 1-0 gegn einu besta liði heims er engin skömm og það tekur Freyr undir: „Ég sagði það fyrir leikinn og ætla standa við það að úrslitin skipta ekki máli,“ sagði Freyr. „Frammistaðan var geggjuð eftir minni tilfinningu og eftir þeim upplýsingum sem ég fékk í hálfleik um hvernig tölfræðin var. Þetta er eitthvað til að byggja á og ég er stoltur af liðinu.“Vantaði endahnútinn Frammistaða Íslands í leiknum var eins og áður segir mjög góð, en það sem vantaði var að koma boltanum yfir línuna. Holningin á liðinu var mjög góð og það lítur ansi vel út fyrir Evrópumótið. Aðaláhyggjuefni Freys er nú hvernig liðið ætlar að skora mörk í sumar. „Auðvitað er neikvætt í því líka að við erum ekki að klára færin. Ég er ósáttur við það og við verðum að laga það. Þegar það verða stig í boði þá verðum við að klára þessi færi. Við getum ekki lagt svona mikið í leikinn og fengið svona mörg færi án þess að það gefi okkur neitt.“Enn ein krossbandaslitin Krossbandsslit hafa gert landsliðinu erfitt fyrir undanfarin ár og í gær varð ljóst að Margrét Lára Viðarsdóttir er með slitið krossband og getur því ekki spilað með liðinu á EM í sumar, en Margrét Lára er fyrirliði liðsins. Hólmfríður Magnúsdóttir meiddist einnig fyrr á árinu og fleiri lykilmenn eins og Dóra María Lárusdóttir hafa einnig lent í erfiðum meiðslum, en ætlar þetta engan enda að taka? „Jú. Þetta er búið núna. Þetta er ótrúlegt. Ég á ekki til orð og auðvitað er þetta sorglegt fyrir hana [Margréti Láru] sem fyrirliða liðsins, þennan stórkostlega íþróttamann. Það er ekki meira af meiðslum. Nei, takk!“ sagði þjálfarinn ákveðinn.Glaður Freyr á koddann í kvöld Ég held að það sé engin spurning að Freyr Alexandersson var glaður þegar hann lagðist á koddann í gærkvöldi. Að tapa með minnsta mun og mögulega ósanngjarnt gegn einu besta kvennalandsliði heims er ekkert til að skammast sín fyrir. Leikkerfið og uppleggið í leiknum svínvirkaði og allir leikmenn lögðu sig virkilega fram í allt sem var lagt upp með. Það verður erfitt fyrir leikmennina af bekknum að brjótast inn í liðið eftir frammistöðu þeirra ellefu sem byrjuðu leikinn í kvöld. Eitt er víst að þetta íslenska lið, með Söru Björk Gunnarsdóttur í fararbroddi, mun berjast til síðasta blóðdropa á EM í sumar og rúmlega það.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Sjá meira