Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2017 14:33 Jóhannes Rúnar segist ekki geta sætt sig við að réttur sé brotinn á einstaklingum, eins og hér háttar til, án þess að bregðast við. Háttsemi af þessu tagi eigi ekki að líðast. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, einn umsækjenda um stöðu dómara við nýtt dómsstig, Landsrétt en fékk ekki þrátt fyrir að sérstök hæfisnefnd hafi mælt með honum, hefur tekið ákvörðun um að höfða dómsmál á hendur íslenska ríkinu. Það gerir hann til að fá staðfest að ranglega hafi verið staðið að málum af hálfu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra og Alþingis við skipun í embætti dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóhannesi Rúnari, en eins og áður hefur komið fram hefur Ástráður Haraldsson höfðað mál á hendur ráðherra vegna sama máls.Hér má sjá tilkynningu Jóhannesar Rúnars í heild sinni, en þar segir meðal annars að það sé valdníðsla þegar stjórnvald misnotar opinbert vald sitt með þeim hætti að „ólögmæt og ómálefnaleg sjónarmið, svo sem vinátta, flokkshagsmunir eða óvild, ráða ákvörðun þess.“ Jóhannes Rúnar segir að færa megi sterk rök fyrir því að málsmeðferð dómsmálaráðherra hafi verið andstæð lögum og að réttur hafi verið brotinn á þeim umsækjendum sem hún ákvað að fella brott af lista dómnefndarinnar. Sá gjörningur standist enga skoðun. „Rökstuðningur ráðherrans er almenns eðlis, ógagnsær og óljós. Hvergi er sem dæmi vikið að því hvers vegna ráðherra taldi rétt að ganga fram hjá þeim tilteknu fjórum umsækjendum sem hún gerði né hvers vegna hún kaus að velja nákvæmlega þá fjóra umsækjendur í þeirra stað sem hún valdi, fremur en til að mynda aðra umsækjendur. Jóhannes Rúnar segir að sem umsækjandi um embætti dómara við Landsrétt, hæstaréttarlögmaður og borgari í þessu landi geti hann ekki sætt sig við „að réttur sé brotinn á einstaklingum, eins og hér háttar til, án þess að bregðast við. Háttsemi af þessu tagi á ekki að líðast.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, einn umsækjenda um stöðu dómara við nýtt dómsstig, Landsrétt en fékk ekki þrátt fyrir að sérstök hæfisnefnd hafi mælt með honum, hefur tekið ákvörðun um að höfða dómsmál á hendur íslenska ríkinu. Það gerir hann til að fá staðfest að ranglega hafi verið staðið að málum af hálfu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra og Alþingis við skipun í embætti dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóhannesi Rúnari, en eins og áður hefur komið fram hefur Ástráður Haraldsson höfðað mál á hendur ráðherra vegna sama máls.Hér má sjá tilkynningu Jóhannesar Rúnars í heild sinni, en þar segir meðal annars að það sé valdníðsla þegar stjórnvald misnotar opinbert vald sitt með þeim hætti að „ólögmæt og ómálefnaleg sjónarmið, svo sem vinátta, flokkshagsmunir eða óvild, ráða ákvörðun þess.“ Jóhannes Rúnar segir að færa megi sterk rök fyrir því að málsmeðferð dómsmálaráðherra hafi verið andstæð lögum og að réttur hafi verið brotinn á þeim umsækjendum sem hún ákvað að fella brott af lista dómnefndarinnar. Sá gjörningur standist enga skoðun. „Rökstuðningur ráðherrans er almenns eðlis, ógagnsær og óljós. Hvergi er sem dæmi vikið að því hvers vegna ráðherra taldi rétt að ganga fram hjá þeim tilteknu fjórum umsækjendum sem hún gerði né hvers vegna hún kaus að velja nákvæmlega þá fjóra umsækjendur í þeirra stað sem hún valdi, fremur en til að mynda aðra umsækjendur. Jóhannes Rúnar segir að sem umsækjandi um embætti dómara við Landsrétt, hæstaréttarlögmaður og borgari í þessu landi geti hann ekki sætt sig við „að réttur sé brotinn á einstaklingum, eins og hér háttar til, án þess að bregðast við. Háttsemi af þessu tagi á ekki að líðast.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57