Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 15:57 Ástráður segir að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira