Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 15:57 Ástráður segir að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
Lögmaður Ástráðs Haraldssonar, Jóhannes Karl Sveinsson, hefur stefnt Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, vegna skipunar dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla. Ástráður krefst milljón króna í miskabætur vegna málsins.Hér má sjá stefnuna í heild sinni. Eins og fram hefur komið gekk Sigríður gegn áliti nefndar um hæfi þegar skipaðir voru 15 dómarar við hið nýja dómsstig. Ákvörðun Sigríðar og samþykkt alþingis, sem og forseta Íslands, hefur sætt harðri gagnrýni og hefur verið á það bent að rökstuðningur fyrir ákvörðuninni gangi ekki upp og meðhöndlun þingsins á málinu stangist á við lög. Málið verður þingfest eftir tvo daga, segir Jóhannes Karl í samtali við Vísi og vísar til stefnunnar. Þar eru málavextir raktir og fullyrt að skipunin sé ólögmæt. Þar kemur og fram kemur að Ástráður telur sig hafa orðið fyrir skaða og reisir kröfu sína um miskabætur á því að Sigríður Á Andersen hafi með „háttsemi sinni vegið að starfsheiðri, orðspori, reynslu og hæfni stefnanda.“ Það gerði ráðherra með því að fara ekki eftir þeim reglum sem honum bar að fylgja við ákvörðun um skipun í embætti landsréttardómara. „Með vísan til þess sem að framan greinir telur stefnandi fullljóst að ákvörðun ráðherra hafi verið ólögmæt og þegar af þeirri ástæðu sé fullnægt skilyrðum fyrir skaðabótaskyldu stefnanda. Varðandi líkur á tjóni vísar stefandi til þess að hin ólögmæta ákvörðun ráðherra hafi valdið því að stefnandi veðrur ekki skipaður í embætti dómara við Landsrétt sem hann hefði annars fengið hefði ef ekki hefði verið fyrir hina ólögmætu ákvörðun ráðherra. Hefði stefnandi fengið skipun um embætti landsréttardómara hefðu fylgt því umtalsverð tekjuaukning fyrir stefnanda sem og verðmæt réttindi í formi starfsöryggis og lífeyrisréttinda,“ segir í stefnunni. Þá segir einnig að Sigríði Á Andersen hafi mátt ljóst vera að gerðir hennar „gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori og starfsheiðri stefnanda og orðið honum þannig að meini. Þrátt fyrir það hafi ráðherra gengið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Kveðst stefnandi telja í þessari háttsemi ráðherra hafi falist meingerð gegn æru hans og persónu,“ þá samkvæmt skaðabótalögum.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira