Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2017 22:56 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. vísir/getty Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari sem fer með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Donald Trump Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Segja má að þetta sé ákveðinn vendipunktur í málinu en eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur Trump verið mjög umhugað um það að hann sjálfur sé ekki og hafi ekki verið til rannsóknar. Þannig spurði Trump James Comey, þáverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að því hvort hann væri til rannsóknar en Comey fullvissaði forsetann um það oftar en einu sinni að svo væri ekki. Að því er fram kemur á vef Washington Post, og haft er eftir embættismönnum, breyttist þessi staða forsetans stuttu eftir að hann rak Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí. Aðeins nokkrum dögum síðar hófst rannsókn á því hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi meðal annars rekið Comey út af Rússarannsókninni. Mueller og starfsfólk hans ætlar meðal annars að taka skýrslu af háttsettum aðilum innan Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, vegna rannsóknarinnar á Trump. Skýrslutökurnar þykja benda til þess að Mueller líti málið alvarlegum augum og að það sé meira en eitthvað orðaskak á milli forsetans og forstjórans sem hann rak. Hvíta húsið svarar ekki lengur neinum fyrirspurnum varðandi Rússarannsóknina heldur beinir þeim öllum til persónulegs lögfræðings Trump, Marc Kasowitz. „Leki FBI varðandi forsetann er svívirðilegur, óafsakanlegur og ólöglegur,“ er haft eftir Kasowitz á vef Washington Post þar sem lesa má nánar um málið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari sem fer með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Donald Trump Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Segja má að þetta sé ákveðinn vendipunktur í málinu en eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur Trump verið mjög umhugað um það að hann sjálfur sé ekki og hafi ekki verið til rannsóknar. Þannig spurði Trump James Comey, þáverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að því hvort hann væri til rannsóknar en Comey fullvissaði forsetann um það oftar en einu sinni að svo væri ekki. Að því er fram kemur á vef Washington Post, og haft er eftir embættismönnum, breyttist þessi staða forsetans stuttu eftir að hann rak Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí. Aðeins nokkrum dögum síðar hófst rannsókn á því hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi meðal annars rekið Comey út af Rússarannsókninni. Mueller og starfsfólk hans ætlar meðal annars að taka skýrslu af háttsettum aðilum innan Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, vegna rannsóknarinnar á Trump. Skýrslutökurnar þykja benda til þess að Mueller líti málið alvarlegum augum og að það sé meira en eitthvað orðaskak á milli forsetans og forstjórans sem hann rak. Hvíta húsið svarar ekki lengur neinum fyrirspurnum varðandi Rússarannsóknina heldur beinir þeim öllum til persónulegs lögfræðings Trump, Marc Kasowitz. „Leki FBI varðandi forsetann er svívirðilegur, óafsakanlegur og ólöglegur,“ er haft eftir Kasowitz á vef Washington Post þar sem lesa má nánar um málið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira