Sara Óskarsson varaþingmaður segir Fokk the Glock Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:14 Sara er lengst til vinstri á myndinni en Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mannmörgum mótmælum á undanförnum árum. visir/ernir „Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira