Jökullinn logar vinnur aðalverðlaunin á kvikmyndahátíð í New York Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2017 17:46 Frá EM í Frakklandi í fyrra en Jökullinn logar fjallar um aðdragandann og undirbúninginn fyrir mótið. vísir/vilhelm Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó. Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kvikmynd Sölva Tryggvasonar og Sævars Guðmundsson, Jökullinn logar, um aðdraganda og undirbúning íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Frakklandi í fyrra hlaut í dag aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Kicking + Screening í New York. Hátíðin er knattspyrnukvikmyndahátíð en á heimasíðu segir að hún fagni öllu því sem tengist fótboltanum og menningunni í kringum hann. Hátíðin var fyrst haldin árið 2009 og vakti strax mikla athygli en aðalverðlaunin, sem Jökullinn logar hlaut í dag, eru kölluð „Gullna flautan.“ Jökullinn logar var valin besta heimildarmyndin á Eddunni í ár en Sölvi segir á Facebook-síðu sinni að verðlaunin séu þau fyrstu sem myndin hlýtur utan landssteinana. Framundan séu svo kvikmyndahátíðir í Mexíkó og Perú. Myndin var frumsýnd þann 3. júní í fyrra, 11 dögum áður en strákarnir hófu leik í Frakklandi. Samkvæmt tölum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands sáu um 3.600 manns myndina í bíó.
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira