Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 20:59 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Bandarískur maður sem gegndi stöðu lobbíista eða svokallaðs hagsmunafulltrúa fyrir rússnesk stjórnvöld, hefur staðfest að hann hafi hitt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, í tveimur kvöldverðum í fyrra á meðan kosningabarátta stóð yfir. Sessions mætti fyrir þingnefnd síðastliðinn þriðjudag og sagði undir eiðstaf að hann hefði ekki hitt eða átt í neinum samskiptum við hagsmunaaðila tengda rússneskum stjórnvöldum á meðan kosningabaráttunni stóð. Því er ljóst að Sessions virðist hafa sagt ósatt í svörum sínum til þingnefndarinnar. Í samtali við Guardian staðfestir umræddur lobbíisti, Richard Burt, að hann hafi átt kvöldverð með forsvarsmönnum Repúblikanaflokksins í utanríkismálum og Sessions sem þá var þingmaður. Spurður segir Burt að hann sé ekki viss hvort að Sessions hafi áttað sig á stöðu hans þegar að fundirnir áttu sér stað. Fjölmiðlar vestanhafs fjölluðu á sínum tíma um það að Burt aðstoðaði Trump við að semja mikilvæga ræðu tengda utanríkismálum og að hann hafi af því tilefni átt þessa tvo umræddu kvöldverðarfundi. James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, sagði á fundi sínum með þingnefnd í síðustu viku að hann hefði vitað af því að Sessions yrði líklega að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum, sem Sessions gerði í mars síðastliðnum. Comey vildi ekki fara út í smáatriði málsins á opinberum vettvangi. Greint var frá því í gær að Robert S. Mueller III, sérstaki saksóknarinn sem fer með rannsókn á tengslum Rússa við kosningateymi Trump og afskipti þeirra af kosningunum, hefði hafist handa við að rannsaka hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar í málinu þegar hann rak Comey. Talið er víst að hann muni nú vilja fá að heyra í Burt en ekki er ljóst hvort að Sessions hafi vísvitandi logið til um samskipti sín við hann eða hvort hann hafi hreinlega ekki áttað sig á tengslum hans við rússnesk yfirvöld.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26 Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. 13. júní 2017 18:26
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. 13. júní 2017 21:50