Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júní 2017 07:57 Donald Trump með tengdasyninum Jared Kushner. Vísir/AFP Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú fjármál og viðskipti Jareds Kushner, tengdasonar og eins helsta ráðgjafa Donalds Trump forseta. Það er hluti af rannsókninni á íhlutun Rússa í forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska dagblaðið Washington Post hefur eftir nafnlausum embættismönnum að Kushner sé til rannsóknar. Rannsakendur alríkislögreglunnar FBI og Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, séu einnig að gaumgæfa viðskiptagjörninga annarra samstarfsmanna Trump. Þeirra á meðal eru Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi, Paul Manafort og Carter Page, fyrrverandi kosningastjórar Trump. Áður hefur verið sagt frá því að fundir Kushner með rússneskum embættismönnum og bankastjóra í desember væru til sérstakrar skoðunar. Ekki hefur hins vegar verið greint frá því áður að viðskipti Kushner séu til rannsóknar.Kushner er eiginmaður Ivönku Trump, dóttur forsetans.Vísir/AFPMöguleiki á hagsmunaárekstri á fundi með rússneskum bankastjóraÞegar Kushner hitti Sergei Gorkov, bankastjóra rússneska bankans Vnesheconombank, var fyrirtæki þess fyrrnefnda að reyna að tryggja sér fjármögnun á kaupum á skrifstofubyggingu í New York sem gengu brösulega á þeim tíma. Sjá einnig:Til rannsóknar hvort að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Washington Post segir að það gæti vakið spurningar um hvort að persónulegir hagsmunir Kushner hafi haft áhrif á verðandi hlutverk hans sem opinber embættismaður.Ætlar að vinna með rannsakendumLögmaður Kushner sagðist ekki vita um hvað málið snerist þegar blaðið innti hann eftir viðbrögðum. Kushner hafi þegar sagst ætla að veita þingnefnd sem rannsakar afskipti Rússa allar þær upplýsingar sem hann hefur og hann muni gera það í öðrum rannsóknum sömuleiðis. „Það væru venjuleg vinnubrögð hjá sérstökum rannsakanda að rannsaka fjármál til að leita að einhverju sem tengist Rússlandi,“ segir lögmaðurinn Jamie Gorelick. Embætti sérstaka rannsakandans vildi ekki staðfesta að Kushner væri til rannsóknar. Washington Post greindi frá því á miðvikudag að Trump væri til rannsóknar hjá sérstaka rannsakandanum vegna þess að hann hefði hugsanlega reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reyna að hafa áhrif á rannsóknina á samstarfsmönnum hans.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59 Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45 Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31 Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Sessions sagði ósatt: Sat kvöldverð með hagsmunafulltrúa Rússlands fyrir kosningar Bandarískur lobbíisti tengdur Rússum átti tvo kvöldverðarfundi með dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem hefur sagt að engir slíkir fundir hafi átt sér stað. 15. júní 2017 20:59
Repúblikanar hafna því að Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins sakar sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins um "staðlausar ásakanir“ um að Donald Trump sé til rannsóknar fyrir hindrun á framgangi réttvísinnar. Repúblikanar telja að eini glæpurinn sem hefur verið framinn séu "ólöglegir lekar“. 15. júní 2017 10:45
Trump grípur enn til gervifréttavarnarinnar Bandaríkjaforseti segir frétt Washington Post um að hann sé til rannsóknar vegna þess að hann kunni að hafa hindrað framgang réttvísinnar sé "gervifrétt“. Reuters hefur hins vegar fengið aðra staðfestingu á frétt blaðsins. 15. júní 2017 14:31
Varaforsetinn ræður sér lögfræðing Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur ráðið sér lögfræðing til þess að aðstoða sig við að svara spurningum varðandi rannsókn á tengslum starfsteymis Trump við Rússa. 15. júní 2017 23:32