Glódís Perla í 1á1: Við græðum ekkert á því að væla yfir launum strákanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 19:00 Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í 1á1 sem verður sýndur á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld. Glódís er lykilmaður í liði Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni en þangað fór hún eftir að verða Íslandsmeistari með Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul hefur hún verið í landsliðinu í fimm ár. Gríðarlegur munur er á launum karla og kvenna í fótbolta en Glódís er sátt með sitt í bili. „Eins og er þá fæ ég nóg til að lifa af en auðvitað væri gaman safna í bankann og kaupa sér íbúð eða eitthvað þannig. Það væri ótrúlega gaman en kannski kemur það með næsta skrefi. Eins og er þá hef ég nóg á milli handanna til að lifa góðu lífi,“ segir Glódís Perla sem svekkir sig ekki á launamuninum í fótboltaheiminum. „Maður hugsar þetta oft en þetta er ekkert sem maður getur látið fara í taugarnar á sér. Við, sem kvenmenn, verðum að sýna að við eigum að vera á sama stigi hvað varðar áhuga og pening.“ „Þetta hefur tekið framförum undanfarið og verður betra með tímanum. Við græðum ekkert á því að væla og svekkja okkur á þessu. Við verðum bara að sýna hvað við getum inn á vellinum og það mun vonandi skila sér einhverntíma.“ „Við fáum örugglega aldrei jafnmikið og strákarnir en vonandi eitthvað meira. Ég veit að í Frakklandi og Þýskalandi eru hærri upphæðir í boði fyrir góða leikmenn þannig þetta er að koma. Það er samt enn þá mjög langt í land,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir. Sjáðu allt viðtalið í 1á1 á Stöð 2 Sport HD klukkan 22.15 í kvöld.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira