Teigurinn: Willum má vera hræddur um starfið sitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 09:00 Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður á 365, var gestur Teigsins á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi ásamt Arnari Grétarssyni. Meðal þess sem var til umræðu var slakt gengi KR í byrjun tímabils og staða þjálfarans, Willums Þórs Þórssonar. Willum tók við KR á miðju tímabili í fyrra og undir hans stjórn náði Vesturbæjarliðið Evrópusæti eftir frábæran endasprett. Í ár er annað uppi á teningnum en KR situr í 10. sæti Pepsi-deildar karla með sjö stig eftir jafn marga leiki. „Willum Þór Þórsson er ekki í KR til að hjálpa liðinu. Hann var í KR í fyrra til að hjálpa liðinu og gerði það svo um munaði. Og hann á væntanlega lengri líflínu, bæði fyrir það og Íslandsmeistaratitlana sem hann hefur skilað, heldur en Bjarni Guðjónsson,“ sagði Tómas en Bjarni var rekinn frá KR eftir níu umferðir í fyrra. „KR er úrslit og árangur strax og 26 Íslandsmeistaratitlar gefa rétta mynd af því og svo er þetta sigursælasta liðið í bikarnum líka.“ Tómas segir að það skipti engu máli hver er að þjálfa KR; enginn er öruggur með starfið sitt ef úrslit nást ekki. „Það skiptir engu máli hvað þeir heita; Willum Þór Þórsson, Logi Ólafsson, Teitur Þórðarson. Allir hafa þeir verið sendir burt með pokann yfir öxlina fyrir að ná ekki árangri. Og það er ástæðan fyrir því að KR vinnur fleiri titla en aðrir,“ sagði Tómas. „Willum Þór Þórsson getur ekki sagt að hann sé að hjálpa liðinu núna. Það var í fyrra. Núna er heilt undirbúningstímabil búið og hann er bara þjálfari KR sem er ekki að ná úrslitum, með verri árangur heldur en Bjarni í fyrra. Hann hefur tapað tveimur leikjum í röð og er að fara í Blikana næst og hann má vera hræddur um starfið sitt.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 3-1 | Góður sigur Eyjamanna en KR-ingar í vondum málum ÍBV vann góðan 3-1 sigur á KR þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í kvöld. 15. júní 2017 21:00 Grétar Sigfinnur: Það var ekkert í gangi hjá KR | Myndband Grétar Sigfinnur Sigurðarson tók gömlu félagana aðeins í gegn í frumraun sinni í Pepsi-mörkunum. 16. júní 2017 12:00 Formaðurinn segir stöðu KR óásættanlega en Willum heldur starfinu Willum Þór Þórsson er með KR í tíunda sæti eftir sjö umferðir en á þó ekki von á uppsagnarbréfi. 16. júní 2017 10:56 Teigurinn: Jovanovic bjargaði Víkingum frá júmbósætinu | Myndband Víkingar rétt sluppu við neðsta sætið í hornspyrnukeppni Teigsins. 16. júní 2017 22:00 Gamla markið hjá Arnari Grétars í Teignum: „Hvar er þessi kraftur í teighöggunum“ Arnar Grétarsson skoraði glæsilegt mark á móti Keflavík í Pepsi-deildinni fyrir níu árum síðan. 16. júní 2017 22:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður á 365, var gestur Teigsins á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi ásamt Arnari Grétarssyni. Meðal þess sem var til umræðu var slakt gengi KR í byrjun tímabils og staða þjálfarans, Willums Þórs Þórssonar. Willum tók við KR á miðju tímabili í fyrra og undir hans stjórn náði Vesturbæjarliðið Evrópusæti eftir frábæran endasprett. Í ár er annað uppi á teningnum en KR situr í 10. sæti Pepsi-deildar karla með sjö stig eftir jafn marga leiki. „Willum Þór Þórsson er ekki í KR til að hjálpa liðinu. Hann var í KR í fyrra til að hjálpa liðinu og gerði það svo um munaði. Og hann á væntanlega lengri líflínu, bæði fyrir það og Íslandsmeistaratitlana sem hann hefur skilað, heldur en Bjarni Guðjónsson,“ sagði Tómas en Bjarni var rekinn frá KR eftir níu umferðir í fyrra. „KR er úrslit og árangur strax og 26 Íslandsmeistaratitlar gefa rétta mynd af því og svo er þetta sigursælasta liðið í bikarnum líka.“ Tómas segir að það skipti engu máli hver er að þjálfa KR; enginn er öruggur með starfið sitt ef úrslit nást ekki. „Það skiptir engu máli hvað þeir heita; Willum Þór Þórsson, Logi Ólafsson, Teitur Þórðarson. Allir hafa þeir verið sendir burt með pokann yfir öxlina fyrir að ná ekki árangri. Og það er ástæðan fyrir því að KR vinnur fleiri titla en aðrir,“ sagði Tómas. „Willum Þór Þórsson getur ekki sagt að hann sé að hjálpa liðinu núna. Það var í fyrra. Núna er heilt undirbúningstímabil búið og hann er bara þjálfari KR sem er ekki að ná úrslitum, með verri árangur heldur en Bjarni í fyrra. Hann hefur tapað tveimur leikjum í röð og er að fara í Blikana næst og hann má vera hræddur um starfið sitt.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 3-1 | Góður sigur Eyjamanna en KR-ingar í vondum málum ÍBV vann góðan 3-1 sigur á KR þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í kvöld. 15. júní 2017 21:00 Grétar Sigfinnur: Það var ekkert í gangi hjá KR | Myndband Grétar Sigfinnur Sigurðarson tók gömlu félagana aðeins í gegn í frumraun sinni í Pepsi-mörkunum. 16. júní 2017 12:00 Formaðurinn segir stöðu KR óásættanlega en Willum heldur starfinu Willum Þór Þórsson er með KR í tíunda sæti eftir sjö umferðir en á þó ekki von á uppsagnarbréfi. 16. júní 2017 10:56 Teigurinn: Jovanovic bjargaði Víkingum frá júmbósætinu | Myndband Víkingar rétt sluppu við neðsta sætið í hornspyrnukeppni Teigsins. 16. júní 2017 22:00 Gamla markið hjá Arnari Grétars í Teignum: „Hvar er þessi kraftur í teighöggunum“ Arnar Grétarsson skoraði glæsilegt mark á móti Keflavík í Pepsi-deildinni fyrir níu árum síðan. 16. júní 2017 22:30 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 3-1 | Góður sigur Eyjamanna en KR-ingar í vondum málum ÍBV vann góðan 3-1 sigur á KR þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í kvöld. 15. júní 2017 21:00
Grétar Sigfinnur: Það var ekkert í gangi hjá KR | Myndband Grétar Sigfinnur Sigurðarson tók gömlu félagana aðeins í gegn í frumraun sinni í Pepsi-mörkunum. 16. júní 2017 12:00
Formaðurinn segir stöðu KR óásættanlega en Willum heldur starfinu Willum Þór Þórsson er með KR í tíunda sæti eftir sjö umferðir en á þó ekki von á uppsagnarbréfi. 16. júní 2017 10:56
Teigurinn: Jovanovic bjargaði Víkingum frá júmbósætinu | Myndband Víkingar rétt sluppu við neðsta sætið í hornspyrnukeppni Teigsins. 16. júní 2017 22:00
Gamla markið hjá Arnari Grétars í Teignum: „Hvar er þessi kraftur í teighöggunum“ Arnar Grétarsson skoraði glæsilegt mark á móti Keflavík í Pepsi-deildinni fyrir níu árum síðan. 16. júní 2017 22:30
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti