Milos hefur reynst KR-ingum erfiður og getur sent þá niður í fallsæti í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2017 12:30 Milos Milojevic hefur gengið vel á á móti KR undanfarið. vísir/anton brink Stórleikur kvöldsins í Pepsi-deild karla í fótbolta er viðureign KR og Breiðabliks á Alvogen-vellinum í vesturbæ Reykjavíkur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Blikar voru togaðir aftur niður á jörðina í síðustu umferð eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum Milosar Milojevic sem þjálfari liðsins en Blikar töpuðu þá fyrir Val með flautumarki, 2-1. Breiðablik er í áttunda sæti með níu stig, tveimur stigum meira en KR sem er búið að tapa þremur leikjum af síðustu fjórum og aðeins innbyrða eitt stig af tólf mögulegum í þeim leikjum. Tapi KR í kvöld endar liðið í fallsæti ef ÍA vinnur Fjölni á Skaganum en Ólafsvíkingar geta líka komist upp fyrir KR vinni þeir Stjörnuna og KR tapar. Þar þarf aftur á móti fimm marka sveiflu til. Það var kannski alveg það sem KR þurfti í kvöld að mæta Milosi Milojevic sem hefur haft góð tök á vesturbæjarliðinu undanfarin misseri. Hann hefur ekki tapað fyrir KR í fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Milos var áður þjálfari Víkings og KR vann Víking í báðum leikjunum árið 2015. Eftir það stýrði Milos Víkingum fjórum sinnum á móti KR án þess að tapa en í fyrra náði hann fjórum stigum út úr leikjunum tveimur í Pepsi-deildinni með jafntefli á útivelli og sigri á heimavelli. Liðin skildu svo jöfn, 1-1, í Reykjavíkurmótinu í janúar áður en Víkingar komu til baka í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar eftir að lenda 1-0 undir á Alvogen-vellinum og unnu, 2-1. Það hjálpar ekki KR að liðið hefur ekki unnið Blika í Pepsi-deildinni síðan í maí 2014. Fjórir af síðustu fimm deildarleikjum Breiðabliks og KR hafa endað með jafntefli og Blikar unnu þann fimmta. Tölfræðin er því ekki með KR fyrir kvöldið.Dagskráin í kvöld: 19.15 ÍA - Fjölnir 19.15 FH - Víkingur R., Stöð 2 Sport 2 HD 19.15 Víkingur Ó. - Stjarnan 20.00 KR - Breiðablik, Stöð 2 Sport HD 22.00 Pepsi-mörkin 23.25 Síðustu 20 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Stórleikur kvöldsins í Pepsi-deild karla í fótbolta er viðureign KR og Breiðabliks á Alvogen-vellinum í vesturbæ Reykjavíkur en hann hefst klukkan 20.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Blikar voru togaðir aftur niður á jörðina í síðustu umferð eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum Milosar Milojevic sem þjálfari liðsins en Blikar töpuðu þá fyrir Val með flautumarki, 2-1. Breiðablik er í áttunda sæti með níu stig, tveimur stigum meira en KR sem er búið að tapa þremur leikjum af síðustu fjórum og aðeins innbyrða eitt stig af tólf mögulegum í þeim leikjum. Tapi KR í kvöld endar liðið í fallsæti ef ÍA vinnur Fjölni á Skaganum en Ólafsvíkingar geta líka komist upp fyrir KR vinni þeir Stjörnuna og KR tapar. Þar þarf aftur á móti fimm marka sveiflu til. Það var kannski alveg það sem KR þurfti í kvöld að mæta Milosi Milojevic sem hefur haft góð tök á vesturbæjarliðinu undanfarin misseri. Hann hefur ekki tapað fyrir KR í fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Milos var áður þjálfari Víkings og KR vann Víking í báðum leikjunum árið 2015. Eftir það stýrði Milos Víkingum fjórum sinnum á móti KR án þess að tapa en í fyrra náði hann fjórum stigum út úr leikjunum tveimur í Pepsi-deildinni með jafntefli á útivelli og sigri á heimavelli. Liðin skildu svo jöfn, 1-1, í Reykjavíkurmótinu í janúar áður en Víkingar komu til baka í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar eftir að lenda 1-0 undir á Alvogen-vellinum og unnu, 2-1. Það hjálpar ekki KR að liðið hefur ekki unnið Blika í Pepsi-deildinni síðan í maí 2014. Fjórir af síðustu fimm deildarleikjum Breiðabliks og KR hafa endað með jafntefli og Blikar unnu þann fimmta. Tölfræðin er því ekki með KR fyrir kvöldið.Dagskráin í kvöld: 19.15 ÍA - Fjölnir 19.15 FH - Víkingur R., Stöð 2 Sport 2 HD 19.15 Víkingur Ó. - Stjarnan 20.00 KR - Breiðablik, Stöð 2 Sport HD 22.00 Pepsi-mörkin 23.25 Síðustu 20
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira