Hestaskoðun ferðamanna veldur slysahættu á þjóðveginum 19. júní 2017 14:42 Jónas Guðmundsson leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. Skessuhorn Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira