Hestaskoðun ferðamanna veldur slysahættu á þjóðveginum 19. júní 2017 14:42 Jónas Guðmundsson leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. Skessuhorn Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira
Rúta stöðvaði við óbrotna línu og hleypti þar út hóp af ferðamönnum sem vildu komast nær hrossum frá sveitabænum Bakkakoti í Borgarfirði. Skessuhorn greindi fyrst frá málinu. Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þetta sé vissulega hættulegt og valdi slysahættu. Hins vegar sé þetta að mörgu leyti skiljanlegt. Landsbjörg hefur því lagt til úrlausnir til að koma í veg fyrir ólöglegar stöðvanir í umferðinni. „Við höfum tekið þátt í vinnuhópum hjá Stjórnstöð ferðamála, sem sett var á laggirnar fyrir um það bil tveimur árum til þess að vinna að brýnum úrlausnum í ferðamálum. Við höfum lagt til að útbúin verði útskot á allmarga staði við þjóðveginn eins og tíðkast erlendis. Þá eru útboðin útskot sem taka fjóra til fimm bíla og tvær rútur. Þetta er sett við „kódak móment“ staði; staði þar sem ferðamaðurinn sjálfur hefur ákveðið að sé flottur staður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Hann nefnir að tillagan hafi farið til ráðuneytanna en hún hafi hins vegar verið sett til hliðar, líklega til nánari skoðunar.Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.Vísir/Friðrik ÞórFerðahegðun skiptir máliJónas leggur áherslu á að mikilvægt sé að greina ferðahegðun og byggja upp innviðina í samræmi við hana eða þá breyta hegðuninni sem sé erfitt en einnig stundum nauðsynlegt. „Hegðunin kemur fyrst. Fólk ákveður að labba Laugaveginn löngu áður en að settir voru upp skálar og brýr yfir árnar. Það verður að halda í uppbygginguna og það er það sem við þurfum að gera í þessu eins og annað. Við komum aldrei í veg fyrir að erlendir ferðamenn og íslenskir rútubílstjórar stoppi því þetta er það sem fólk er komið hingað til að gera og við gerum þetta sjálf,“ leggur Jónas áherslu á. Jónast nefnir, án þess þó að vilja fullyrða, að Teitur sé líklega ekki eina rútufyrirtækið sem stoppi ólöglega á þjóðveginum og nefnir að bílstjórarnir geri það fremur af illri nauðsyn. Þeir hjá Landsbjörg séu í nánu samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar og hafi fundað með mörgum rútufyrirtækjum. Jónas segir að sjá megi miklar framfarir í öryggi hjá þeim.Algjörlega bannað Jónas Haraldsson upplýsingafulltrúi Hópferðabíla Teits, segir að bannað sé að stöðva rútur ólöglega og rætt hafi verið við alla starfsmenn fyrirtækisins þess efnis. Lögð hafi verið áhersla á slysahættuna sem stöðvunin veldur og þetta sé því ekki boðlegt. Jafnframt segir hann að ekki sé algengt að rútur stoppi á svona stöðum. „Þetta er náttúrulega algjörlega bannað og búið er að fara mjög drengilega yfir þetta með vagnstjóranum og með þeim bílstjórum sem vinna hér,“ segir Jónas. Hann nefnir að mikil ákefð sé oft í ferðamönnum en það breyti því ekki að passa verður að stöðva bílinn aðeins á leyfilegum stöðum. Jónas tekur vel í hugmyndir Landsbjargar um útskot og segir að mikilvægt sé að huga að vegakerfi landsins. Þörf sé á endurbótum vegna aukins ferðamannafjölda. „Vegakerfið er auðvitað ekki undir þetta búið, allra síst fyrir svona stóra bíla,“ segir Jónas og segir að ill nauðsyn afsaki ekki það að stöðva svona.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Sjá meira