„Kyngdi ælunni“ í þágu mikilvægra hagsmuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. júní 2017 10:28 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Vísir/Stefán Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“ Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra um jafnlaunavottun – þrátt fyrir að hafa áður lýst því yfir að hann myndi ekki gera það. Málið var samþykkt með 49 atkvæðum gegn 8.Ekki átt svefnlausar nætur „Kannski eins og einhverjir vita hér inni þá hef ég nú ekki átt svefnlausar nætur af hrifningu yfir þessu máli. Þrátt fyrir þessa litlu hrifningu er ég nú á græna takkanum. Á fagmáli heitir það að kyngja ælunni í þágu mikilvægra hagsmuna. Ég segi já,“ sagði Brynjar þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu í nótt. Brynjar og samflokksmaður hans, Óli Björn Kárason, höfðu báðir lýst sig andvíga frumvarpinu, en Óli Björn greiddi atkvæði gegn því. Þá greiddi Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra atkvæði með frumvarpinu en hún hafði lýst efasemdum um ágæti frumvarpsins og lét hafa eftir sér í viðtali fyrr í vetur að ekkert væri hægt að fullyrða um kynbundið misrétti á launamarkaði. Þannig var Óli Björn eini stjórnarliðinn sem studdi ekki lagabreytinguna. Frumvarpið meingallað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokks, greiddi atkvæði gegn málinu en hann sagði frumvarpið meingallað. „Það er að minnsta kosti ljóst að það er stórgallað og mér heyrist meira að segja að stjórnarliðar viðurkenni það. Þá veltir maður fyrir sér, er það góðu markmiði til gagns að það sé reynt að ná því fram með meingölluðu máli,“ sagði hann. Þá sagði hann Pírata „rödd skynseminnar“ og hrósaði þeim sérstaklega fyrir það. „Þrátt fyrir að Píratar séu nú fjölbreytilegur hópur þá eru þeir í þessu máli með allt á hreinu og ég er sammála öllu því sem þeir hafa bent á í þessari umræðu.“ Ekki nógu vel unnið Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði hugsunina bak við frumvarpið góða. Hins vegar sé það ekki nægilega vel unnið til að vilja hleypa því í gegn. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þegar við erum að fara með mál hér, hvaða mál sem er, hversu dásamlegt og yndislegt og hversu mikið betra sumarið verður, að við gerum það vel. Það er eina krafan mín,“ sagði hún. Þorsteinn Víglundsson sagðist fagna því hversu mikla umræðu málið fékk við atkvæðaskýringu. „Staðalinn er vel þróaður. Hann er reyndur í tilraunaverkefni og löggjöfin sem slík er nokkuð einföld um tímasetningu á lögbindingu og innleiðingu staðalsins. Það hefur margsýnt sig hjá þeim fyrirtækjum sem hafa nýtt hann að hann virkar mjög vel og þess vegna er þetta mikið fagnaðarefni fyrir mig að við erum að ná þessum árangri. Þetta snýst ekki um egó ráðherra, heldur snýst þetta einfaldlega um baráttuna um það hvernig við útrýmum kynbundnum launamun.“
Alþingi Tengdar fréttir Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59 Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Óráðið að skylda fyrirtæki til að innleiða staðalinn Framkvæmdastjóri Staðlaráðs segir frumvarp um jafnlaunavottun jafngilda eignaupptöku á höfundarréttarvörðum stöðlum ráðsins. 31. maí 2017 13:15
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15
Hefur ekki áhyggjur af frumvarpinu þrátt fyrir efasemdir einstaka þingmanna Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um jafnlaunavottun í gær. 26. apríl 2017 10:59
Brynjar mun ekki greiða atkvæði með jafnlaunavottun Þorsteins Jafnlaunavottunin setur Sjálfstæðismenn í bobba. 5. apríl 2017 15:51