Þriðja atlagan að þeim stóra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2017 06:00 Gianluigi Buffon er einn besti markvörður allra tíma. Hann dreymir um að vinna Meistaradeild Evrópu áður en hanskarnir fara á hilluna. nordicphotos/getty Gianluigi Buffon var tilbúinn strax og hann steig fæti inn á fótboltavöll. Hann var aðeins 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Parma, gegn stjörnum prýddu liði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni 19. nóvember 1995. Buffon varði glæsilega frá ekki ómerkari sóknarmönnum en Robert Baggio og George Weah og hélt marki sínu hreinu. Það er nákvæmlega það sem Buffon hefur gert undanfarin 22 ár. Markvörðurinn öflugi hefur verið á toppnum í tvo áratugi og Herra Tími virðist ekki enn hafa náð í skottið á honum. Afrekaskráin er löng og glæsileg en það er bara eitt sem vantar. Og í kvöld fær hann tækifæri til að bæta úr því þegar Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn 39 ára Buffon þráir að vinna bikarinn með stóru eyrun og sú þrá heldur honum gangandi. Þetta er í þriðja sinn sem Buffon kemst með Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hann vonast eftir betri niðurstöðu en í fyrri tvö skiptin. Árið 2003 mættust ítölsku stórliðin AC Milan og Juventus í úrslitaleik á Old Trafford. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Buffon varði tvær spyrnur Milan en það dugði ekki til. Tapið fékk mikið á Buffon sem glímdi við þunglyndi í kjölfarið. Hann leitaði sér að lokum hjálpar sálfræðings og náði bata. Buffon fékk annað tækifæri til að verða Evrópumeistari fyrir tveimur árum þegar Juventus mætti Barcelona á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Buffon varði stórkostlega frá Dani Alves, samherja sínum í dag, í fyrri hálfleik en hefði kannski getað gert betur í öðru marki Barcelona sem Luis Suárez skoraði. Neymar skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma og tryggði Börsungum 3-1 sigur. Nú eru Buffon og félagar mættir aftur á stærsta sviðið og það með mikið breytt lið. Frá úrslitaleiknum 2015 hafa leikmenn á borð við Carlos Tevez, Paul Pogba, Patrice Evra, Arturo Vidal, Álvaro Morata og Andrea Pirlo yfirgefið Juventus. En samt sér ekki högg á vatni. Buffon hefur verið frábær í Meistaradeildinni í vetur og hélt m.a. marki sínu hreinu í 600 mínútur samfleytt. Juventus hefur bara fengið á sig eitt mark í sex leikjum í útsláttarkeppninni og hélt m.a. hreinu í báðum leikjunum gegn Barcelona í 8-liða úrslitunum. Buffon á sér marga aðdáendur og nýtur mikillar virðingar, bæði hjá samherjum og mótherjum. Og þeir eru margir sem vilja sjá hann vinna Meistaradeildina, hvort sem þeir halda með Juventus eða ekki. Það hefur jafnvel verið talað um að hann eigi skilið að vinna Gullboltann sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa skipst á að vinna undanfarinn áratug. „Hann á það skilið, bæði vegna þess sem hann hefur afrekað á sínum ferli og fyrir frammistöðuna á þessu tímabili. Það væri gott fyrir annan markvörð að vinna þetta en [Lev] Yashin,“ sagði Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, um Buffon. Sama hvernig leikurinn fer í kvöld verður Buffon alltaf talinn einn af bestu markvörðum allra tíma, ef ekki sá besti. En sigur myndi fullkomna frábæran feril og veita markverðinum hugarró eftir vonbrigðin sáru í úrslitaleikjunum 2003 og 2015. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Osasuna | Alonso snýr aftur í La Liga Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira
Gianluigi Buffon var tilbúinn strax og hann steig fæti inn á fótboltavöll. Hann var aðeins 17 ára þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Parma, gegn stjörnum prýddu liði AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni 19. nóvember 1995. Buffon varði glæsilega frá ekki ómerkari sóknarmönnum en Robert Baggio og George Weah og hélt marki sínu hreinu. Það er nákvæmlega það sem Buffon hefur gert undanfarin 22 ár. Markvörðurinn öflugi hefur verið á toppnum í tvo áratugi og Herra Tími virðist ekki enn hafa náð í skottið á honum. Afrekaskráin er löng og glæsileg en það er bara eitt sem vantar. Og í kvöld fær hann tækifæri til að bæta úr því þegar Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hinn 39 ára Buffon þráir að vinna bikarinn með stóru eyrun og sú þrá heldur honum gangandi. Þetta er í þriðja sinn sem Buffon kemst með Juventus í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og hann vonast eftir betri niðurstöðu en í fyrri tvö skiptin. Árið 2003 mættust ítölsku stórliðin AC Milan og Juventus í úrslitaleik á Old Trafford. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Buffon varði tvær spyrnur Milan en það dugði ekki til. Tapið fékk mikið á Buffon sem glímdi við þunglyndi í kjölfarið. Hann leitaði sér að lokum hjálpar sálfræðings og náði bata. Buffon fékk annað tækifæri til að verða Evrópumeistari fyrir tveimur árum þegar Juventus mætti Barcelona á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Buffon varði stórkostlega frá Dani Alves, samherja sínum í dag, í fyrri hálfleik en hefði kannski getað gert betur í öðru marki Barcelona sem Luis Suárez skoraði. Neymar skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma og tryggði Börsungum 3-1 sigur. Nú eru Buffon og félagar mættir aftur á stærsta sviðið og það með mikið breytt lið. Frá úrslitaleiknum 2015 hafa leikmenn á borð við Carlos Tevez, Paul Pogba, Patrice Evra, Arturo Vidal, Álvaro Morata og Andrea Pirlo yfirgefið Juventus. En samt sér ekki högg á vatni. Buffon hefur verið frábær í Meistaradeildinni í vetur og hélt m.a. marki sínu hreinu í 600 mínútur samfleytt. Juventus hefur bara fengið á sig eitt mark í sex leikjum í útsláttarkeppninni og hélt m.a. hreinu í báðum leikjunum gegn Barcelona í 8-liða úrslitunum. Buffon á sér marga aðdáendur og nýtur mikillar virðingar, bæði hjá samherjum og mótherjum. Og þeir eru margir sem vilja sjá hann vinna Meistaradeildina, hvort sem þeir halda með Juventus eða ekki. Það hefur jafnvel verið talað um að hann eigi skilið að vinna Gullboltann sem Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa skipst á að vinna undanfarinn áratug. „Hann á það skilið, bæði vegna þess sem hann hefur afrekað á sínum ferli og fyrir frammistöðuna á þessu tímabili. Það væri gott fyrir annan markvörð að vinna þetta en [Lev] Yashin,“ sagði Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, um Buffon. Sama hvernig leikurinn fer í kvöld verður Buffon alltaf talinn einn af bestu markvörðum allra tíma, ef ekki sá besti. En sigur myndi fullkomna frábæran feril og veita markverðinum hugarró eftir vonbrigðin sáru í úrslitaleikjunum 2003 og 2015.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Osasuna | Alonso snýr aftur í La Liga Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Sjá meira