Vikar og Ragnhildur stóðu uppi sem sigurvegarar á Símamótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2017 18:38 Vikar og Ragnhildur, sigurvegarar á Símamótinu. mynd/seth@golf.is Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR hrósuðu sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fyrsti sigur hins tvítuga Vikars á mótaröð þeirra bestu en þriðji sigur Ragnhildar sem er 19 ára gömul. Mótið var það fjórða af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-17. Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn þar sem Vikar tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par fimm. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um tveggja metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 höggum eða -1. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á +2 í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinuá -3 samtals. „Ég hef æft mikið undanfarin misseri og þá sérstaklega púttin. Það hefur skilað árangri og ég er mjög ánægður að hafa brotið ísinn og sigrað í fyrsta sinn á ferlinum. Mér leið vel á hringnum í dag og sérstaklega eftir að Birgir Björn Magnússon félagi minn úr Keili gerðist aðstoðarmaður minn eftir að hann hafði lokið leik. Þá varð andrúmsloftið létt og skemmtilegt - og mér leið vel í dag,“ sagði Vikar Jónasson eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Fannar Ingi Steingrímsson, Kristján Þór Einarsson, Vikar Jónasson og Hákon Örn Magnússon.mynd/seth@golf.isRagnhildur Kristinsdóttir var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttur liðsfélaga sínum úr GR fyrir lokahringinn. Ragnhildur sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi og lék á einu höggi undir pari og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er þriðji sigur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni. „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfstraustið og ég var ákveðinn í því að sigra þegar ég mætti í dag á teig,“ sagði Ragnhildur eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir.mynd/seth@golf.isLokastaðan í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6 2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5 3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3 3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3 5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2 6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1 7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par 8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1 8.-10. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69-71) 214 högg +1 8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1Lokastaðan í kvennaflokki:1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6 2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17 Golf Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira
Vikar Jónassson úr GK og Ragnhildur Kristinsdóttir GR hrósuðu sigri á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þetta er fyrsti sigur hins tvítuga Vikars á mótaröð þeirra bestu en þriðji sigur Ragnhildar sem er 19 ára gömul. Mótið var það fjórða af alls átta á Eimskipsmótaröðinni á tímabilinu 2016-17. Mikil spenna var í karlaflokknum fyrir lokahringinn þar sem Vikar tryggði sér sigurinn með fugli á lokaholunni. Vikar lenti í glompu við 18. flötina í öðru högginu en holan er par fimm. Hann sló glæsilegt högg úr glompunni og setti síðan niður um tveggja metra pútt fyrir sigrinum en hann lék lokahringinn á 70 höggum eða -1. Hákon Örn Magnússon úr GR var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn. Hann lék á +2 í dag og var einu höggi á eftir Vikari. Kristján Þór Einarsson úr GM og Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG deildu þriðja sætinuá -3 samtals. „Ég hef æft mikið undanfarin misseri og þá sérstaklega púttin. Það hefur skilað árangri og ég er mjög ánægður að hafa brotið ísinn og sigrað í fyrsta sinn á ferlinum. Mér leið vel á hringnum í dag og sérstaklega eftir að Birgir Björn Magnússon félagi minn úr Keili gerðist aðstoðarmaður minn eftir að hann hafði lokið leik. Þá varð andrúmsloftið létt og skemmtilegt - og mér leið vel í dag,“ sagði Vikar Jónasson eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Fannar Ingi Steingrímsson, Kristján Þór Einarsson, Vikar Jónasson og Hákon Örn Magnússon.mynd/seth@golf.isRagnhildur Kristinsdóttir var tveimur höggum á eftir Sögu Traustadóttur liðsfélaga sínum úr GR fyrir lokahringinn. Ragnhildur sýndi styrk sinn þegar mest á reyndi og lék á einu höggi undir pari og sigraði með fjögurra högga mun. Þetta er þriðji sigur Ragnhildar á Eimskipsmótaröðinni. „Ég hrökk í gang í gær á öðrum keppnisdeginum þegar ég fékk fjóra fugla á síðustu fimm holunum. Það breytti miklu fyrir sjálfstraustið og ég var ákveðinn í því að sigra þegar ég mætti í dag á teig,“ sagði Ragnhildur eftir hringinn í dag.Frá vinstri: Hulda Clara Gestsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir.mynd/seth@golf.isLokastaðan í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK (68-69-70) 207 högg -6 2. Hákon Örn Magnússon, GR (65-70-73) 208 högg -5 3.-4. Kristján Þór Einarsson, GM (67-76-67) 210 högg -3 3.-4. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG (71-71-68) 210 högg -3 5. Henning Darri Þórðarson, GK (71-71-69) 211 högg -2 6. Hlynur Bergsson, GKG (70-72-70) 212 högg -1 7. Heiðar Davíð Bragason, GHD (74-68-71) 213 högg par 8.-10. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG (70-73-71) 214 högg +1 8.-10. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR (74-69-71) 214 högg +1 8.-10. Theodór Emil Karlsson, GM (71-71-72) 214 högg +1Lokastaðan í kvennaflokki:1. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR (76-73-70) 219 högg +6 2. Saga Traustadóttir, GR (74-73-76) 223 högg +10 3. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (74-75-76) 225 högg +12 4. Helga Kristín Einarsdóttir, GK (72-77-78) 227 högg +14 5. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (76-78-76) 230 högg +17
Golf Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Sjá meira