Logi: Ekkert skemmtilegra en að vinna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júní 2017 23:01 Logi Ólafsson, þjálfari Víkings. mynd/Stefán Logi Ólafsson, stýrði Víkingi R. í fyrsta sinn á heimavelli í langan tíma í kvöld og var mjög sáttur með sína menn, ekki síst vegna þess að þeir klóruðu sigur gegn Fjölni til baka eftir að hafa lent undir.„Það var klaufagangur að fá á sig þetta mark vegna þess að mér fannst við byrja leikinn mjög vel,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn. Þetta var annar leikurinn sem liðið spilar undir stjórn Loga en í þeim fyrri nældi liðið í stig á útivelli gegn KA eftir að hafa lent 2-0 undir. Um svipaða sögu var að ræða hér nema nú nældi liðið sér í öll stigin þrjú. Logi segir mikinn karakter búa í hópnum. „Ég held að liðið hafi vitað það allan tíma að eftir að hafa náð að jafna, og eftir að hafa lent 2-0 undir gegn KA, þá býr þetta í þessu liði. Það var ekki um neina uppgjöf að ræða heldur að reyna að vinna leikinn sem við og gerðum,“ sagði Logi. Þrátt fyrir yfirburði Víkings gekk þeim þó illa að skapa sér opin færi. Bæði mörk liðsins komu eftir föst leikatriði, víti og horn. Logi segir að liðið hefði átt að búa til betri færi úr þeim möguleikum sem liðið fékk en það hafi þó verið erfitt að mæta liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti. „Það er ekki heiglum hentt að lenda á móti liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti sem fengu á sig fimm mörk í síðasta leik. Dagskipunin er að halda markinu hreinu. Það var við erfiða mótherja að etja í varnarleiknum hjá þeim þannig að það er að einhverju leyti skiljanlegt að við vorum ekki nógu beittir í því,“ sagði Logi. Hann hefur nú stýrt liðinu í um það bil tvær vikur og er hann ánægður með að vera kominn aftur í stjórasætið eftir smá hlé frá leiknum. „Mér líst vel á þetta. Það er verið að tala um að þetta sé skemmtilegra og eitthvað slíkt. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ sagði Logi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 2-1 | Fyrsti deildarsigur Víkinga undir stjórn Loga Mörk frá Ivica Jovanovic og Vladimir Tufegdzic tryggðu Víkingum sigur á Fjölnismönnum. 5. júní 2017 22:45 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Logi Ólafsson, stýrði Víkingi R. í fyrsta sinn á heimavelli í langan tíma í kvöld og var mjög sáttur með sína menn, ekki síst vegna þess að þeir klóruðu sigur gegn Fjölni til baka eftir að hafa lent undir.„Það var klaufagangur að fá á sig þetta mark vegna þess að mér fannst við byrja leikinn mjög vel,“ sagði Logi í samtali við Vísi eftir leikinn. Þetta var annar leikurinn sem liðið spilar undir stjórn Loga en í þeim fyrri nældi liðið í stig á útivelli gegn KA eftir að hafa lent 2-0 undir. Um svipaða sögu var að ræða hér nema nú nældi liðið sér í öll stigin þrjú. Logi segir mikinn karakter búa í hópnum. „Ég held að liðið hafi vitað það allan tíma að eftir að hafa náð að jafna, og eftir að hafa lent 2-0 undir gegn KA, þá býr þetta í þessu liði. Það var ekki um neina uppgjöf að ræða heldur að reyna að vinna leikinn sem við og gerðum,“ sagði Logi. Þrátt fyrir yfirburði Víkings gekk þeim þó illa að skapa sér opin færi. Bæði mörk liðsins komu eftir föst leikatriði, víti og horn. Logi segir að liðið hefði átt að búa til betri færi úr þeim möguleikum sem liðið fékk en það hafi þó verið erfitt að mæta liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti. „Það er ekki heiglum hentt að lenda á móti liði eins og Fjölni á þessum tímapunkti sem fengu á sig fimm mörk í síðasta leik. Dagskipunin er að halda markinu hreinu. Það var við erfiða mótherja að etja í varnarleiknum hjá þeim þannig að það er að einhverju leyti skiljanlegt að við vorum ekki nógu beittir í því,“ sagði Logi. Hann hefur nú stýrt liðinu í um það bil tvær vikur og er hann ánægður með að vera kominn aftur í stjórasætið eftir smá hlé frá leiknum. „Mér líst vel á þetta. Það er verið að tala um að þetta sé skemmtilegra og eitthvað slíkt. Það er ekkert skemmtilegra en að vinna. Það er það sem gerir þetta skemmtilegt,“ sagði Logi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 2-1 | Fyrsti deildarsigur Víkinga undir stjórn Loga Mörk frá Ivica Jovanovic og Vladimir Tufegdzic tryggðu Víkingum sigur á Fjölnismönnum. 5. júní 2017 22:45 Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur R. - Fjölnir 2-1 | Fyrsti deildarsigur Víkinga undir stjórn Loga Mörk frá Ivica Jovanovic og Vladimir Tufegdzic tryggðu Víkingum sigur á Fjölnismönnum. 5. júní 2017 22:45