Nýt mín best á stærsta sviðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Aron Pálmarson í leiknum um þriðja sætið í gær. Vísir/Getty Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprem þurftu að láta sér að góðu verða að vinna bronsverðlaun í Meistaradeild Evrópu þetta árið, eftir sigur á stórliði Barcelona í bronsleiknum í úrslitahelgi keppninnar í Köln. Veszprem varð naumlega af sæti í úrslitaleiknum eftir eins marks tap fyrir PSG frá Frakklandi. Aron var að spila í sjötta sinn í Final Four, eins og úrslitahelgin er kölluð, á ferlinum. Tvívegis varð hann Evrópumeistari með Kiel en í hvorugt skiptið tókst honum að verða meistari með Veszprem síðan hann fór til Ungverjalands sumarið 2015. „Þessi helgi var mér gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum að vísu vel og gerðum vel með því að vinna leikinn um þriðja sætið en það gerir ekkert fyrir mig. Það eina sem það gerði var að auðvelda ferðalagið heim til Ungverjalands,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, frá heimili sínu ytra. „Tapið fyrir PSG á laugardag var afar erfitt. Betra liðið fór ekki áfram,“ sagði Aron ákveðinn. „Allir eru sammála um að PSG er með sterkara lið á pappírnum en mér fannst þeir ekki standa undir þeim væntingum sem eru gerðar til liðsins í þessum leik. Mér fannst þeir ekki spila betur en við.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að sætta sig við dómgæslu makedónska parsins Nikolov og Nachevski í leiknum. „Ég hef nú ekki sagt þetta opinberlega hingað til en mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Ég er harður á því.“Vísir/GettyReyni að gefa af mér Aron hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar og sýndi mögnuð tilþrif, enn og aftur, um helgina. Gegn PSG átti hann annan tug stoðsendinga og gegn Barcelona í bronsleiknum var hann markahæstur með átta mörk og dró vagninn á lokakaflanum, er Veszprem tryggði sér fjögurra marka sigur. „Mér finnst hrikalega skemmtilegt að spila í Köln,“ segir Aron aðspurður um hvað það er sem laði fram það besta í honum þegar hann spilar þar. „Það eru 20 þúsund manns að horfa, mikil og stór umgjörð og allir að fylgjast með. Ég nærist mest á þessu. Ég er nú búinn að fara oft á Final Four og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri – hér eru bestu liðin og pressan mest.“ Hann segist ekki koðna niður þegar álagið er sem mest, þvert á móti. „Auðvitað er ég með fiðrildi í maganum fyrir leiki en eins og ég hef áður sagt þá læt ég ekki stress skemma fyrir mér. Ég nýt þess frekar, að spila með bestu leikmönnum heims fyrir framan allt þetta fólk. Ég fer brosandi inn í leikina og nýt hvers augnabliks. Ég reyni að gefa af mér til fólksins sem borgar sig inn á leikina.“Vísir/GettyFramtíðin skýrist á næstu vikum Aron á eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprem en óvíst er hvort hann klári hann. Líkur eru á því að leikurinn um helgina hafi verið hans síðasti með ungverska liðinu en hann hefur sterklega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur og mánuði. Sjálfur vill hann ekkert segja um það. „Ég get sagt að þetta muni allt skýrast á næstu tveimur vikum. Þá mun ég tilkynna hvað verður um mig, hvort ég fari núna eða á næsta ári. Ég get ekki sagt meira í bili,“ segir hann sposkur. Hann segist þrátt fyrir allt sáttur við þessi tvö ár í Ungverjalandi, sama hvað verður í sumar. „Ég viðurkenni þó að ég er vonsvikinn yfir að hafa ekki unnið Meistaradeildina. Það var stóra markmiðið. Það er ömurlegt að ná því ekki eftir að hafa verið svo nálægt því.“ Handbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira
Aron Pálmarsson og félagar hans í ungverska meistaraliðinu Veszprem þurftu að láta sér að góðu verða að vinna bronsverðlaun í Meistaradeild Evrópu þetta árið, eftir sigur á stórliði Barcelona í bronsleiknum í úrslitahelgi keppninnar í Köln. Veszprem varð naumlega af sæti í úrslitaleiknum eftir eins marks tap fyrir PSG frá Frakklandi. Aron var að spila í sjötta sinn í Final Four, eins og úrslitahelgin er kölluð, á ferlinum. Tvívegis varð hann Evrópumeistari með Kiel en í hvorugt skiptið tókst honum að verða meistari með Veszprem síðan hann fór til Ungverjalands sumarið 2015. „Þessi helgi var mér gríðarleg vonbrigði. Við spiluðum að vísu vel og gerðum vel með því að vinna leikinn um þriðja sætið en það gerir ekkert fyrir mig. Það eina sem það gerði var að auðvelda ferðalagið heim til Ungverjalands,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær, frá heimili sínu ytra. „Tapið fyrir PSG á laugardag var afar erfitt. Betra liðið fór ekki áfram,“ sagði Aron ákveðinn. „Allir eru sammála um að PSG er með sterkara lið á pappírnum en mér fannst þeir ekki standa undir þeim væntingum sem eru gerðar til liðsins í þessum leik. Mér fannst þeir ekki spila betur en við.“ Hann segir einnig að það hafi verið erfitt að sætta sig við dómgæslu makedónska parsins Nikolov og Nachevski í leiknum. „Ég hef nú ekki sagt þetta opinberlega hingað til en mér fannst hallað á okkur í dómgæslunni. Ég er harður á því.“Vísir/GettyReyni að gefa af mér Aron hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar og sýndi mögnuð tilþrif, enn og aftur, um helgina. Gegn PSG átti hann annan tug stoðsendinga og gegn Barcelona í bronsleiknum var hann markahæstur með átta mörk og dró vagninn á lokakaflanum, er Veszprem tryggði sér fjögurra marka sigur. „Mér finnst hrikalega skemmtilegt að spila í Köln,“ segir Aron aðspurður um hvað það er sem laði fram það besta í honum þegar hann spilar þar. „Það eru 20 þúsund manns að horfa, mikil og stór umgjörð og allir að fylgjast með. Ég nærist mest á þessu. Ég er nú búinn að fara oft á Final Four og þetta er það skemmtilegasta sem ég geri – hér eru bestu liðin og pressan mest.“ Hann segist ekki koðna niður þegar álagið er sem mest, þvert á móti. „Auðvitað er ég með fiðrildi í maganum fyrir leiki en eins og ég hef áður sagt þá læt ég ekki stress skemma fyrir mér. Ég nýt þess frekar, að spila með bestu leikmönnum heims fyrir framan allt þetta fólk. Ég fer brosandi inn í leikina og nýt hvers augnabliks. Ég reyni að gefa af mér til fólksins sem borgar sig inn á leikina.“Vísir/GettyFramtíðin skýrist á næstu vikum Aron á eitt ár eftir af samningi sínum við Veszprem en óvíst er hvort hann klári hann. Líkur eru á því að leikurinn um helgina hafi verið hans síðasti með ungverska liðinu en hann hefur sterklega verið orðaður við Barcelona síðustu vikur og mánuði. Sjálfur vill hann ekkert segja um það. „Ég get sagt að þetta muni allt skýrast á næstu tveimur vikum. Þá mun ég tilkynna hvað verður um mig, hvort ég fari núna eða á næsta ári. Ég get ekki sagt meira í bili,“ segir hann sposkur. Hann segist þrátt fyrir allt sáttur við þessi tvö ár í Ungverjalandi, sama hvað verður í sumar. „Ég viðurkenni þó að ég er vonsvikinn yfir að hafa ekki unnið Meistaradeildina. Það var stóra markmiðið. Það er ömurlegt að ná því ekki eftir að hafa verið svo nálægt því.“
Handbolti Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Sjá meira