Turan réðst á blaðamann og hætti svo í landsliðinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2017 14:59 Takk fyrir og bless. Turan spilar ekki aftur fyrir Tyrkland. vísir/getty Arda Turan, leikmaður Barcelona og tyrkneska landsliðsins, missti stjórn á skapi sínu í flugi í gær og ræðst á tyrkneskan íþróttafréttamann. Turan var í kjölfarið rekinn úr tyrkneska hópnum og hann gekk enn lengra með því að segjast ætla aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Turan var ósáttur við grein blaðamanns um launadeilu leikmanna tyrkneska liðsins við knattspyrnusamband þjóðarinnar fyrir EM. „Segðu mér varst þú þarna með okkur er þú skrifaðir þessa frétt? Hvern bað ég um pening? Talaðu. Segðu okkur frá þessu. Hver fékk þig til þess að skrifa um þetta,“ öskraði Turan á íþróttafréttamanninn Bilal Mese sem er reynslumikill. Fjölmiðlar fengu að ferðast með landsliðinu og það kunni Turan ekki að meta. „Hverslags land er þetta. Þeir hleypa þér um borð í vélina. Þeir sem hleyptu þér um borð mega fara til helvítis. Þú ert helvítis aumingi og fyrr hætti ég í landsliðinu en að leyfa þér að drulla yfir mig. Þú ert bara málpípa forseta knattspyrnusambandsins.“ Eftir að hafa urðað yfir Mese greip Turan fast um háls íþróttafréttamannsins og þurfti her manna til þess að draga Turan í burtu. Turan lýsti því yfir í dag að hann væri hættur í landsliðinu og mun því ekki spila gegn Íslandi er liðin mætast í Tyrklandi í byrjun október. Þetta er mikið áfall fyrir tyrkneska liðið þar sem Turan er potturinn og pannan í leik liðsins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Arda Turan, leikmaður Barcelona og tyrkneska landsliðsins, missti stjórn á skapi sínu í flugi í gær og ræðst á tyrkneskan íþróttafréttamann. Turan var í kjölfarið rekinn úr tyrkneska hópnum og hann gekk enn lengra með því að segjast ætla aldrei aftur að spila fyrir landsliðið. Turan var ósáttur við grein blaðamanns um launadeilu leikmanna tyrkneska liðsins við knattspyrnusamband þjóðarinnar fyrir EM. „Segðu mér varst þú þarna með okkur er þú skrifaðir þessa frétt? Hvern bað ég um pening? Talaðu. Segðu okkur frá þessu. Hver fékk þig til þess að skrifa um þetta,“ öskraði Turan á íþróttafréttamanninn Bilal Mese sem er reynslumikill. Fjölmiðlar fengu að ferðast með landsliðinu og það kunni Turan ekki að meta. „Hverslags land er þetta. Þeir hleypa þér um borð í vélina. Þeir sem hleyptu þér um borð mega fara til helvítis. Þú ert helvítis aumingi og fyrr hætti ég í landsliðinu en að leyfa þér að drulla yfir mig. Þú ert bara málpípa forseta knattspyrnusambandsins.“ Eftir að hafa urðað yfir Mese greip Turan fast um háls íþróttafréttamannsins og þurfti her manna til þess að draga Turan í burtu. Turan lýsti því yfir í dag að hann væri hættur í landsliðinu og mun því ekki spila gegn Íslandi er liðin mætast í Tyrklandi í byrjun október. Þetta er mikið áfall fyrir tyrkneska liðið þar sem Turan er potturinn og pannan í leik liðsins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira