Íþróttafræðin í HR hjálpar Söru að undirbúa sig fyrir Heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 08:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sést hér í rannsókninni hjá Íþróttafræðinni í HR. Mynd/Fésbókarsíða Íþróttafræðinnar í HR Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í Crossfit á dögunum með glæsilegum hætti eða með því að vinna Miðriðilinn í svæðiskeppni Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara hefur tryggt sig inn á Heimsleikana síðustu tvö ár með því að vinna Evrópuriðilinn en hún er nú flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum svæðiskeppnina þar. Miðriðillinn fór fram í kántrí-borginni Nashville í Nashville-fylki. Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti á Heimsleikunum undanfarin tvö ár en leitar nú allra ráða til að vinna titilinn hraustasta kona heims í fyrsta sinn. Sara hefur æft vel og er í frábæru formi en vill gera enn betur. Ragnheiður Sara kom í gær í heimsókn til Íþróttafræðinnar hjá Háskólanum í Reykjavík með það markmið að finna hluti sem hún getur lagað til að ná enn betri árangri. Gunnar Nelson heimsótti HR á dögunum og fór þá í gegnum svipaða rannsókn. Fólkið í íþróttafræðinni mældi Söru í bak og fyrir og gat strax gefið henni ráð. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu. Við munum fylgjast spennt með Crossfit leikunum!,“ segir í frétt um heimsóknina á fésbókarsíðu Íþróttafræðinnar hjá HR. Heimsleikarnir í Crossfit fara síðan fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Þeir hafa verið í Kaliforníu undanfarin ár en fara nú í fyrsta sinn fram á þessum stað. CrossFit Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í Crossfit á dögunum með glæsilegum hætti eða með því að vinna Miðriðilinn í svæðiskeppni Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara hefur tryggt sig inn á Heimsleikana síðustu tvö ár með því að vinna Evrópuriðilinn en hún er nú flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum svæðiskeppnina þar. Miðriðillinn fór fram í kántrí-borginni Nashville í Nashville-fylki. Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti á Heimsleikunum undanfarin tvö ár en leitar nú allra ráða til að vinna titilinn hraustasta kona heims í fyrsta sinn. Sara hefur æft vel og er í frábæru formi en vill gera enn betur. Ragnheiður Sara kom í gær í heimsókn til Íþróttafræðinnar hjá Háskólanum í Reykjavík með það markmið að finna hluti sem hún getur lagað til að ná enn betri árangri. Gunnar Nelson heimsótti HR á dögunum og fór þá í gegnum svipaða rannsókn. Fólkið í íþróttafræðinni mældi Söru í bak og fyrir og gat strax gefið henni ráð. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu. Við munum fylgjast spennt með Crossfit leikunum!,“ segir í frétt um heimsóknina á fésbókarsíðu Íþróttafræðinnar hjá HR. Heimsleikarnir í Crossfit fara síðan fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Þeir hafa verið í Kaliforníu undanfarin ár en fara nú í fyrsta sinn fram á þessum stað.
CrossFit Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fótbolti Fleiri fréttir „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sjá meira