Íþróttafræðin í HR hjálpar Söru að undirbúa sig fyrir Heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2017 08:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir sést hér í rannsókninni hjá Íþróttafræðinni í HR. Mynd/Fésbókarsíða Íþróttafræðinnar í HR Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í Crossfit á dögunum með glæsilegum hætti eða með því að vinna Miðriðilinn í svæðiskeppni Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara hefur tryggt sig inn á Heimsleikana síðustu tvö ár með því að vinna Evrópuriðilinn en hún er nú flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum svæðiskeppnina þar. Miðriðillinn fór fram í kántrí-borginni Nashville í Nashville-fylki. Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti á Heimsleikunum undanfarin tvö ár en leitar nú allra ráða til að vinna titilinn hraustasta kona heims í fyrsta sinn. Sara hefur æft vel og er í frábæru formi en vill gera enn betur. Ragnheiður Sara kom í gær í heimsókn til Íþróttafræðinnar hjá Háskólanum í Reykjavík með það markmið að finna hluti sem hún getur lagað til að ná enn betri árangri. Gunnar Nelson heimsótti HR á dögunum og fór þá í gegnum svipaða rannsókn. Fólkið í íþróttafræðinni mældi Söru í bak og fyrir og gat strax gefið henni ráð. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu. Við munum fylgjast spennt með Crossfit leikunum!,“ segir í frétt um heimsóknina á fésbókarsíðu Íþróttafræðinnar hjá HR. Heimsleikarnir í Crossfit fara síðan fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Þeir hafa verið í Kaliforníu undanfarin ár en fara nú í fyrsta sinn fram á þessum stað. CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir tryggði sér sæti á Heimsleikunum í Crossfit á dögunum með glæsilegum hætti eða með því að vinna Miðriðilinn í svæðiskeppni Bandaríkjanna. Ragnheiður Sara hefur tryggt sig inn á Heimsleikana síðustu tvö ár með því að vinna Evrópuriðilinn en hún er nú flutt til Bandaríkjanna og fer nú í gegnum svæðiskeppnina þar. Miðriðillinn fór fram í kántrí-borginni Nashville í Nashville-fylki. Ragnheiður Sara hefur endað í þriðja sæti á Heimsleikunum undanfarin tvö ár en leitar nú allra ráða til að vinna titilinn hraustasta kona heims í fyrsta sinn. Sara hefur æft vel og er í frábæru formi en vill gera enn betur. Ragnheiður Sara kom í gær í heimsókn til Íþróttafræðinnar hjá Háskólanum í Reykjavík með það markmið að finna hluti sem hún getur lagað til að ná enn betri árangri. Gunnar Nelson heimsótti HR á dögunum og fór þá í gegnum svipaða rannsókn. Fólkið í íþróttafræðinni mældi Söru í bak og fyrir og gat strax gefið henni ráð. „Að loknum mælingum þá skoðuðum við niðurstöðurnar og bentum Söru á nokkra hluti sem hún getur sett inn í sína þjálfun til þess að gera hana enn markvissari. Það var frábært að fá Söru í heimsókn í HR. Heiður að fá að vinna með slíkri íþróttakonu. Við munum fylgjast spennt með Crossfit leikunum!,“ segir í frétt um heimsóknina á fésbókarsíðu Íþróttafræðinnar hjá HR. Heimsleikarnir í Crossfit fara síðan fram í Alliant Energy Center í Madison í Wisconsin-fylki frá 1. til 6. ágúst næstkomandi. Þeir hafa verið í Kaliforníu undanfarin ár en fara nú í fyrsta sinn fram á þessum stað.
CrossFit Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fóru af hjörunum eftir að ljósmyndari fór inn á „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Dagskráin í dag: KR-ingar vilja slíta sig frá fallbaráttunni Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Sjá meira