Hefja innheimtu bílastæðagjalda í Skaftafelli og við Dettifoss Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. júní 2017 19:25 Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Vísir Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur samþykkt að hefja gjaldtöku á bílastæðum. Til að byrja með verður hafin gjaldtaka í Skaftafelli og við Dettifoss og er áætlað að hún hefjist nú í júní. Þetta var samþykkt á fundi stjórnarinnar í maí og í fundargerð segir að gjaldtakan sé til að mæta kröfum um sértekjur. Þá er gert ráð fyrir að gjaldskráin verði í samræmi við aðra þjóðgarða á Íslandi. Þá ákvað stjórnin einnig að framkvæmd gjaldtökunnar verði boðin út til næstu áramóta í tilraunaskyni og var framkvæmdastjóra falið að hafa umsjón með útboði og uppfærslu á gjaldskrá í samræmi við gjaldskrá þjóðgarðsins á Þingvöllum. Ármann Höskuldsson, formaður stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs segir að gjaldið sé til að styrkja þjónustu sem verði að bjóða upp á á svæðinu. „Þetta er hefðbundið, bara sama og Þingvallaþjóðgarður er að gera og þetta verður væntanlega gert á bílastæðunum í Skaftafelli og við Dettifoss því þar er búið að leggja ákveðið út fyrir ákveðinni þjónustu. Svo er þetta til að styrkja þá þjónustu sem við verðum að bjóða upp á. Við erum að fá hátt í, í 800-900 þúsund manns í Skaftafelli og eitthvað verðum við að gera. Það geta ekki allir farið út í runna að pissa. Það gengur ekki þannig,“ segir Ármann í samtali við Vísi. Hann segir að gjaldi verði það sama og á Þingvöllum. „Fyrir einkabíl eru það 500 krónur, eitt gjald inn á sólarhring. Það er alveg sama þótt þú sért í þrjá tíma eða tíu tíma, það er 500 kall. Svo verður aðeins hærra gjald á stóra bíla, rútur og slíkt, sem er eðlilegt það er fleira fólk í þeim bílum.“Ármann HöskuldssonHann segir að það hafi lengi staðið til að hefja gjaldtökur á svæðinu til að bregðast við aukningu ferðamanna. „Sem aftur á móti kemur ekki fram í fjárveitingum til garðsins og einhvern veginn verðum við að reyna að svara þessari aukningu. Það er ábyrgðarhlutverk okkar því við stjórnum því ekki hverjir koma. En einhvernvegin verðum við að reyna að svara því þannig að aðstæður séu boðlegar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að það komi endalaust gestir hér inn og það sé einhver með smúldælu á klósettunum á klukkutíma fresti, þetta er náttúrulega orðinn svakalegur fjöldi sem er að koma.“ Útboð í þau tæki sem þarf til að hefja gjaldtöku eru nú hjá Ríkiskaupum. Ármann segist gera ráð fyrir að úr því verði skorið um miðjan mánuðinn hver bjóði hagstæðast í verkið og þá verði strax farið í að koma tækjabúnaðinum upp. „Í Skaftafelli og við Dettifoss þar sem við ætlum að byrja þá er bara svakalegur fjöldi sem er að koma og ef við ætlum að svara þessu einhvern veginn öðruvísi þá þarf einhverja 20-30 starfsmenn og það er ekkert hlaupið að því að ná í starfsfólk í dag.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira