Foreldrafélagið segir Melaskóla vera að grotna niður Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Nemendum í Melaskóla í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölgað mikið síðustu ár. Talið er að húsnæði skólans beri ekki fleiri en 550 nemendur. En síðasta áratug hefur nemendafjöldinn farið vel yfir þau mörk og nú í vetur hafa 655 nemendur stundað nám í skólanum. Katrín Oddsdóttir, sem er í foreldrafélagi og skólaráði skólans, segir þessa miklu fjölgun hefur orðið til þess að öllu tiltæku rými hefur verið breytt í hefðbundnar skólastofur sem bitnar á skólastarfinu. „Sérstaklega í því sem snýr að aðstöðu kennara, sérkennsluveri, námsrými, bókasafnið er orðið helmingi minn og hátíðarsalur orðinn tónmenntastofa," segir hún og bætir við að viðhaldi hafi verið vanrækt í fjölda ára sem sjáist á húsnæði og útileiksvæði, mötuneyti hafi verið holað niður í kjallara, salerni séu of fá og tölvu- og tækjakostur lélegur. „Hér er til dæmis engin aðstaða fyrir fötluð börn, það er ekki lyfta í skólanum og klósettaðstaðan býður ekki upp á fólk í hjólastól. Þannig að eðlilega hafa fötluð börn ekki sótt um inngöngu í þennan skóla og því engin fötluð börn í skólanum. Foreldrafélag skólans hefur sent tvær ályktanir til borgaryfirvalda þar sem vandinn er reifaður og bent á að nemendur Melaskóla búi við fæsta fermetra í borginni, fæst stöðugildi og lægstu fjárveitingu á hvert barn. Katrín segir engin formleg svör hafa borist en málið hafi verið rætt á fundi skóla- og frístundaráðs þar sem tillaga um nýbyggingu og aðrar skammtímalausnir komu fram. „En báðum þessum erindum var frestað. Við erum að kalla eftir skýrum svörum um hvað verði gert hér," segir hún.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira