Drengurinn sem slasaðist við Seljalandsfoss var gangandi utan merktra göngustíga Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. júní 2017 10:43 Hlíðin sem drengurinn og móðir hans gengu upp sunnan meginn við fossinn. Lögreglan á Selfossi Drengurinn sem slasaðist á fimmtudaginn, þegar hann féll 15 metra við Seljalandsfoss, var gangandi utan merktra göngustíga þegar slysið átti sér stað. Drengurinn er á fimmtánda aldursári og er hér á landi að ferðast ásamt foreldrum sínum sem eru frá Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Vísi. „Þau eru ekki á göngustíg. Þau eru komin út fyrir merkta göngustíga,“ segir Oddur og segir að enginn öryggisbúnaður hafi verið á þeim stað sem drengurinn féll. Oddur segir að hann viti ekki til þess að það hafi verið rætt sérstaklega um nauðsyn þess að setja upp skýrari merkingar og öryggisbúnað í kjölfar slyssins. Hann nefnir að slys af þessu tagi séu óalgeng við Seljalandsfoss.Hlíðin sunnan meginn við fossinn þar sem drengurinn féll.Lögreglan á SelfossiOddur segir drenginn hafa verið að príla og dottið í kjölfarið. „Móðir hans segir að þau hafi farið saman upp brekkuna, sunnan við fossinn. Þar skilur hún hann eftir og fer niður. Þegar hún kemur niður aftur þá liggur hann neðan við brekkuna en hún sér svo sem ekki hvað gerist,“ segir Oddur og telur samkvæmt skýrslu sem lögð var fram að ekki sé vitað hvernig slysið orsakaðist nákvæmlega. „Málið er til rannsóknar eins og önnur slys. Það er ekki grunur um neitt refsivert athæfi en okkur er skylt að rannsaka slys hvort sem það er grunur um refsivert athæfi eða ekki. Þá fer fram þessi grunnrannsókn en hún er ekki flókin í þessu máli,“ segir Oddur. Í tilkynningu, sem fréttastofu barst í gær, segir að drengurinn sé líklega fótbrotinn eftir fallið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss. 8. júní 2017 13:19 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Drengurinn sem slasaðist á fimmtudaginn, þegar hann féll 15 metra við Seljalandsfoss, var gangandi utan merktra göngustíga þegar slysið átti sér stað. Drengurinn er á fimmtánda aldursári og er hér á landi að ferðast ásamt foreldrum sínum sem eru frá Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Vísi. „Þau eru ekki á göngustíg. Þau eru komin út fyrir merkta göngustíga,“ segir Oddur og segir að enginn öryggisbúnaður hafi verið á þeim stað sem drengurinn féll. Oddur segir að hann viti ekki til þess að það hafi verið rætt sérstaklega um nauðsyn þess að setja upp skýrari merkingar og öryggisbúnað í kjölfar slyssins. Hann nefnir að slys af þessu tagi séu óalgeng við Seljalandsfoss.Hlíðin sunnan meginn við fossinn þar sem drengurinn féll.Lögreglan á SelfossiOddur segir drenginn hafa verið að príla og dottið í kjölfarið. „Móðir hans segir að þau hafi farið saman upp brekkuna, sunnan við fossinn. Þar skilur hún hann eftir og fer niður. Þegar hún kemur niður aftur þá liggur hann neðan við brekkuna en hún sér svo sem ekki hvað gerist,“ segir Oddur og telur samkvæmt skýrslu sem lögð var fram að ekki sé vitað hvernig slysið orsakaðist nákvæmlega. „Málið er til rannsóknar eins og önnur slys. Það er ekki grunur um neitt refsivert athæfi en okkur er skylt að rannsaka slys hvort sem það er grunur um refsivert athæfi eða ekki. Þá fer fram þessi grunnrannsókn en hún er ekki flókin í þessu máli,“ segir Oddur. Í tilkynningu, sem fréttastofu barst í gær, segir að drengurinn sé líklega fótbrotinn eftir fallið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss. 8. júní 2017 13:19 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Sjá meira
Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss. 8. júní 2017 13:19