Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. júní 2017 18:59 Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. Vísir/Getty Sam Panopoulous, maðurinn sem er talinn hafa fundið upp á því að setja ananas á pizzur, lést í gær 82 ára að aldri. Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um ananas á pizzur vöktu heimsathygli í byrjun árs. Guðni sagðist mæla með fiskmeti á pizzur en sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzur og bætti við að gæti hann sett lög um það myndi hann banna ananas á pizzur. Forsetinn útskýrði ummæli sín í kjölfarið og sagðist finnast ananas góður en ekki á pizzu og áréttaði að hann gæti ekki sett lög sem banni fólki að setja ananas á pizzuna sína. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. „Þegar ég var að finna upp á ananas-pizzunni þá var forseti Íslands ekki einu sinni fæddur,“ sagði Panopoulos þegar hann var spurður út í ummæli Guðna í viðtali við CBC Radio í febrúar síðastliðnum, en Guðni er fæddur árið 1968.Sjá einnig: Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn „Það var engin pizza í Kanada á þessum tíma. Við fengum pizzu frá Detroit og ég var með veitingastað í Chatham. Við fórum til Windsor nokkrum sinnum þar sem pizza fékkst frá Detroit, prufuðum hana og ákváðum að fara að baka þær sjálfir. Við ákváðum að henda ananas á þær og engum líkaði það í fyrstu. En síðan urðu allir vitlausir í það. Á þeim tíma var enginn að blanda saman sætu og súru. Þetta var bara látlaus matur. Þetta hélt sér og við seldum pizzur næstu 40 til 45 árin.“ Hann spyr hvers vegna Guðni vill láta banna ananas á pizzur en gefst svo upp á að reyna að skilja það. „Hann getur gert það sem hann vill, mér er sama. Ég fæ ekkert út úr þessu. Hann getur gert það sem hann langar.“ Hann sagðist aðspurður ekki hafa sótt um einkaleyfi á ananas-pizzuna á sínum tíma. „Ég vildi óska að ég hefði gert það. Þegar ég hins vegar gerði fyrstu ananas-pizzuna var ekkert á bak við það. Þetta var bara eitt brauðið til viðbótar í bökun í ofni.“ Hann sagði að í dag megi setja allt á pizzu og segist vera sammála forseta Íslands að fiskmeti á pizzur sé lostæti. „Það er það, en á eftir ananasnum mínum, segðu honum það.“ Ekki er vitað hvort Guðni og Panopoulous hafi náð að ræða saman um málið, en arfleið Panopoulous lifir. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Sam Panopoulous, maðurinn sem er talinn hafa fundið upp á því að setja ananas á pizzur, lést í gær 82 ára að aldri. Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um ananas á pizzur vöktu heimsathygli í byrjun árs. Guðni sagðist mæla með fiskmeti á pizzur en sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzur og bætti við að gæti hann sett lög um það myndi hann banna ananas á pizzur. Forsetinn útskýrði ummæli sín í kjölfarið og sagðist finnast ananas góður en ekki á pizzu og áréttaði að hann gæti ekki sett lög sem banni fólki að setja ananas á pizzuna sína. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. „Þegar ég var að finna upp á ananas-pizzunni þá var forseti Íslands ekki einu sinni fæddur,“ sagði Panopoulos þegar hann var spurður út í ummæli Guðna í viðtali við CBC Radio í febrúar síðastliðnum, en Guðni er fæddur árið 1968.Sjá einnig: Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn „Það var engin pizza í Kanada á þessum tíma. Við fengum pizzu frá Detroit og ég var með veitingastað í Chatham. Við fórum til Windsor nokkrum sinnum þar sem pizza fékkst frá Detroit, prufuðum hana og ákváðum að fara að baka þær sjálfir. Við ákváðum að henda ananas á þær og engum líkaði það í fyrstu. En síðan urðu allir vitlausir í það. Á þeim tíma var enginn að blanda saman sætu og súru. Þetta var bara látlaus matur. Þetta hélt sér og við seldum pizzur næstu 40 til 45 árin.“ Hann spyr hvers vegna Guðni vill láta banna ananas á pizzur en gefst svo upp á að reyna að skilja það. „Hann getur gert það sem hann vill, mér er sama. Ég fæ ekkert út úr þessu. Hann getur gert það sem hann langar.“ Hann sagðist aðspurður ekki hafa sótt um einkaleyfi á ananas-pizzuna á sínum tíma. „Ég vildi óska að ég hefði gert það. Þegar ég hins vegar gerði fyrstu ananas-pizzuna var ekkert á bak við það. Þetta var bara eitt brauðið til viðbótar í bökun í ofni.“ Hann sagði að í dag megi setja allt á pizzu og segist vera sammála forseta Íslands að fiskmeti á pizzur sé lostæti. „Það er það, en á eftir ananasnum mínum, segðu honum það.“ Ekki er vitað hvort Guðni og Panopoulous hafi náð að ræða saman um málið, en arfleið Panopoulous lifir.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“