Lögreglan var tilbúin að rýma hverfið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 09:57 Mikill eldur logaði, og sömuleiðis lagði mikinn reyk frá húsnæðinu. mynd/lögreglan á norðurlandi eystra Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Lögreglan var með mikinn viðbúnað við Goðanes á Akureyri í nótt vegna elds sem kom upp í stórri verksmiðju plastbátasmiðjunnar Seigs. Óttast var um tíma að rýma þyrfti Síðuhverfi þegar eitraðan reyk tók að leggja í átt að bænum, en reykurinn steig upp á við áður en til þess kom. Líklega er um altjón að ræða. Jóhannes Sigfússon, varðstjóri á Akureyri, segir að lögreglan hafi lokað öllum nærliggjandi götum í nótt og í framhaldinu búið sig undir rýmingu. Fyrsta skrefið var að tilkynna fólki á Facebook um eldsvoðann og hvetja það til þess að loka gluggum og hækka í kyndingu. „Síðan setti ég upp reykvakt þannig að það voru lögreglumenn á nokkrum stöðum í því hverfi bæjarins þar sem reykurinn fór yfir og gáði að því hvort reykurinn kæmi niður og legðist yfir íbúabúðina. Það lét nú nærri á tímabili,“ segir Jóhannes. Smáskilaboð hafi verið næsta skref. „Þá vorum við tilbúnir með það að senda neyðar-sms, þannig að það færi sama sms-ið á alla síma sem tengdust inn á viðkomandi möstur, og fólki ráðlagt þetta sama; að loka híbýlum sínum og auka kyndinguna.“ Lokaúrræðið hafi verið að vekja fólk með sírenum: „Til þrautavara vorum við tilbúnir til að keyra hreinlega um hverfið með sírenur og hátalarakerfi lögreglubílanna í gangi til þess að vekja fólkið, því klukkan var um eitt og flestir komnir til náða þegar þetta var.“ Húsið er hátt í tvö þúsund metrar og er í iðnaðarhverfinu við Goðanes 12. Útkallið barst laust fyrir klukkan eitt í nótt en þegar slökkvilið bar að garði var húsið nánast alelda en í því var mikið af eldfimum plastefnum og gaskútar. Jóhann Þór Jónsson slökkviliðsmaður segir slökkviliðið hafa verið meðvitað um hættuna á staðnum. „Þannig að við sendum enga reykkafara inn í húsið eða svoleiðis. Þetta var bara allt utan frá – slökkvistarf fór eingöngu fram utanhúss,“ segir hann. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en lögreglan á Akureyri fer með rannsókn málsins.mynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystramynd/lögreglan á norðurlandi eystra
Tengdar fréttir Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Mikið tjón í stórbruna á Akureyri Tugmilljóna tjón varð í nótt þegar tvö þúsund fermetra háreist verksmiðjuhús plastbátasmiðjunnar Seigs að Goðanesi 12 á Akureyri brann nánast til kaldra kola og eru slökkviliðsmenn enn að slökkva í glæðum. 31. maí 2017 07:07