„Það nötraði bókstaflega allt“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. maí 2017 10:37 Una Sighvatsdóttir í Herat, en þessi mynd var tekin af henni í gær. mynd/una „Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum. Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Það kom ofboðsleg höggbylgja. Ég hef aldrei fundið svona áður og það nötraði bókstaflega allt hérna,“ segir Una Sighvatsdóttir, upplýsingafulltrúi Nato í Afganistan og friðargæsluliði, um sprenginguna sem varð í Kabúl í morgun. Að minnsta kosti 80 eru látnir og 350 særðir eftir sprenginguna, sem var gríðarlega öflug. Um var að ræða bílasprengju sem sprakk á Zanbaq-torgi í miðbænum, nærri sendiráðum erlendra ríkja og forsetahöllinni. Flestir hinna látnu eru óbreyttir borgarar.Hélt þetta væri jarðskjálfti Una segir sprengjuna hafa sprungið í miðri morgunösinni. „Ég var búin að liggja andvaka í nótt. Ég lá og hlustaði á bænaköllin sem eru mjög hávær núna því það er ramadan. En síðan verður þessi sprenging í miðri morgunösinni, en vegna þess að ég var veik lá ég enn í rúminu,“ segir hún. „Ég hélt þetta væri jarðskjálfti því það komu nokkrir jarðskjálftar um daginn og hvellurinn sjálfur heyrðist ekki fyrr en eftir ár. En þá áttaði maður sig á því hvað þetta var og ég verð að viðurkenna að mér brá mjög.“Frá vettvangi árásarinnar.vísir/afpÁrásir eru tíðar þar í landi en síðasta sprenging sem Una varð vör við var í byrjun síðasta mánaðar. „Þá var ekið á bílalest. Það var mjög nálægt okkur og heyrðist rosalega vel en þá fann ég ekki þessa ofboðslegu höggbylgju eins og var núna. Þetta var svo stór sprenging. En mér skilst að fólk um alla borg hafi fundið höggbylgjuna og það skildi víst eftir sig stóran sprengjugíg úti á götu,“ útskýrir Una.Allir fluttir í höfuðstöðvar Nato Árásin átti sér stað skammt frá þýska sendiráðinu þar í borg og hefur Una fengið upplýsingar um að mikið tjón sé á sendiráðinu. „Sprengingin varð rétt fyrir utan þetta svokallaða græna svæði en þeim tókst ekki að komast inn á það. Það er sagt að afganskar öryggissveitir hafi komið í veg fyrir það, en þýska sendiráðið var það sem stóð næst og varð fyrir miklu tjóni. Það er komið gat á öryggisvegginn umhverfis sendiráðið og mér skilst að það sé búið að rýma sendiráðið og allir starfsmenn þess fluttir hingað í höfuðstöðvar Nato.“ Þá segir hún að almennt ríki mikil sorg í Afganistan, en að hún finni á sama tíma fyrir mikilli samstöðu landsmanna. Til að mynda sé hún meðlimur í Facebook-hóp þar sem fólk tilkynnir ef eitthvað óeðlilegt á sér stað, eða ef öryggisgæsla er óvenju mikil. Hún segist aðspurð ekki vita til þess að neinn hafi lýst ódæðinu á hendur sér. „Væntanlega eru þetta annað hvort Talíbanar eða ISIS. Það á eftir að koma í ljós hvor samtökin lýsa yfir ábyrgð en svo veit maður aldrei fyrir víst. Stundum eigna þau sér heiðurinn af svona ógeði án þess að það sé hægt að staðfesta fyrir víst að það séu þeir.“ Líkt og Una bendir á hefur enginn lýst ábyrgðinni á hendur sér en Talíbanar tilkynntu um hina árlegu vorsókn sína í síðasta mánuði og greindu frá því að margar árásir væru í farvatninu. Bandaríkjamenn eru enn með tæplega níu þúsund hermenn í Afganistan eftir innrásins 2001 og fimm þúsund hermenn til viðbótar eru frá hinum ýmsu Nató þjóðum.
Tengdar fréttir Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Tugir látnir eftir öfluga sprengingu Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir. 31. maí 2017 07:38