Krúttlegar Costco-pöddur hjartanlega velkomnar Jakob Bjarnar skrifar 31. maí 2017 12:49 Það má heita til marks um jákvæðni íslenskra neytenda til Costco að jafnvel skordýrin sem koma með ávöxtum og grænmeti eru aufúsugestir. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi tekið Costoco opnum örmum, svo mjög að jafnvel pöddur sem hafa gerst laumufarþegar með grænmetinu sem flutt er til landsins í gámavís á vegum Costco, þykja aufúsugestir. Ýmis dæmi eru um ofsafengin viðbrögð neytenda í gegnum tíðina við því ef pöddur leynast í matvælum.Þessi frásögn er á við handrit að hryllingsmynd - paddan í bjórglasinu. Sem dæmi.En, þetta á ekki við um Costco. Þetta sýnir sig á Facebookhópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ – sem á skömmum tíma hefur orðið einn stærsti Facebookhópur á Íslandi. Stjórnandi hópsins, Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, er reyndar afar virk í að eyða út öllum innleggjum þar sem henni finnst orka tvímælis og eru hugsanlega neikvæð í garð fyrirtækisins. Svo mjög að mörgum þykir nóg um. Hún er þó ekki starfsmaður þess, eins og fram kom í viðtali við Sólveigu Bergland í gær.Ekkert óeðlilegt við það þó pöddur laumi sér með Og, þannig er með langan þráð sem hér er vitnað í og hafður til marks um ofurjákvæðni í garð Costco. Hann fauk í hreingerningu stjórnandans en Vísir tók afrit af þeim fróðlegu umræðum sem lýsa breyttum tímum. Þar sagði ein kona: „Þessi laumaði sér með okkur heim úr Costco,“ og lætur fylgja með broskall sem blikkar glettnislega til lesenda. Með fylgir mynd af maríubjöllu, en þær virðast vera nokkuð áfjáðar í að fljóta með gámum til Íslands. Önnur kona bendir á að ekki sé langt síðan snákur hafi verið á hraðferð um Krónuna og sá hafi komið með grænmeti eða ávöxtum frá útlöndum. Og hún man eftir risakönguló sem faldi sig innan um banana í Bónus. „Ekkert óeðlilegt við að pöddur og dýr laumist með,“ segir hún jákvæð. Af er sem áður var.Til marks um ferskleika Fleiri segjast hafa fengið maríubjöllu í „kaupbæti“ og ein kona bendir á að þetta sýni ferskleika vörunnar. Og karlmaður nokkur slær á létta strengi og segir þá í Costco góða, gæludýr fylgi og það kallar hann góð kaup. Einn annar talar um að þetta sé prótein og gott djúpsteikt. Viðbrögðin eru sem sagt afar jákvæð við þessum myndum af skordýrum sem fylgja grænmetinu og ávöxtunum í Costco. „Það er bara merki um að það sé ekki löðrandi í eitri og vibba,“ segir önnur kona og lætur broskall fylgja. Neytendur Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Bjalla og lirfur í hrökkbrauðspakka: „Bjóst aldrei við að finna neitt lifandi í vörum frá Sollu“ Helena Svava Hjaltadóttir lenti í heldur óskemmtilegu atviki á fimmtudaginn í seinustu viku þegar hún var að gæða sér á hrökkbrauði frá Himneskri hollustu Sollu Eiríks. 17. apríl 2015 15:30 „Ég hellti bjórnum í glasið og sá þetta stara beint í augun á mér“ Ungur háskólanemi lenti í heldur óskemmtilegri reynslu um helgina en lét það ekki á sig fá. 20. september 2015 21:17 Dansari fann pöddu í harðfiskspoka: „Paddan er ógeðsleg“ Dansarinn Nikita Bazev fann pöddu skríðandi ofan í poka af harðfiski. Konan hans Hanna Rún lýsir pöddunni í samtali við Vísi. 19. nóvember 2014 17:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Óhætt er að segja að Íslendingar hafi tekið Costoco opnum örmum, svo mjög að jafnvel pöddur sem hafa gerst laumufarþegar með grænmetinu sem flutt er til landsins í gámavís á vegum Costco, þykja aufúsugestir. Ýmis dæmi eru um ofsafengin viðbrögð neytenda í gegnum tíðina við því ef pöddur leynast í matvælum.Þessi frásögn er á við handrit að hryllingsmynd - paddan í bjórglasinu. Sem dæmi.En, þetta á ekki við um Costco. Þetta sýnir sig á Facebookhópnum „Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð.“ – sem á skömmum tíma hefur orðið einn stærsti Facebookhópur á Íslandi. Stjórnandi hópsins, Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, er reyndar afar virk í að eyða út öllum innleggjum þar sem henni finnst orka tvímælis og eru hugsanlega neikvæð í garð fyrirtækisins. Svo mjög að mörgum þykir nóg um. Hún er þó ekki starfsmaður þess, eins og fram kom í viðtali við Sólveigu Bergland í gær.Ekkert óeðlilegt við það þó pöddur laumi sér með Og, þannig er með langan þráð sem hér er vitnað í og hafður til marks um ofurjákvæðni í garð Costco. Hann fauk í hreingerningu stjórnandans en Vísir tók afrit af þeim fróðlegu umræðum sem lýsa breyttum tímum. Þar sagði ein kona: „Þessi laumaði sér með okkur heim úr Costco,“ og lætur fylgja með broskall sem blikkar glettnislega til lesenda. Með fylgir mynd af maríubjöllu, en þær virðast vera nokkuð áfjáðar í að fljóta með gámum til Íslands. Önnur kona bendir á að ekki sé langt síðan snákur hafi verið á hraðferð um Krónuna og sá hafi komið með grænmeti eða ávöxtum frá útlöndum. Og hún man eftir risakönguló sem faldi sig innan um banana í Bónus. „Ekkert óeðlilegt við að pöddur og dýr laumist með,“ segir hún jákvæð. Af er sem áður var.Til marks um ferskleika Fleiri segjast hafa fengið maríubjöllu í „kaupbæti“ og ein kona bendir á að þetta sýni ferskleika vörunnar. Og karlmaður nokkur slær á létta strengi og segir þá í Costco góða, gæludýr fylgi og það kallar hann góð kaup. Einn annar talar um að þetta sé prótein og gott djúpsteikt. Viðbrögðin eru sem sagt afar jákvæð við þessum myndum af skordýrum sem fylgja grænmetinu og ávöxtunum í Costco. „Það er bara merki um að það sé ekki löðrandi í eitri og vibba,“ segir önnur kona og lætur broskall fylgja.
Neytendur Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Bjalla og lirfur í hrökkbrauðspakka: „Bjóst aldrei við að finna neitt lifandi í vörum frá Sollu“ Helena Svava Hjaltadóttir lenti í heldur óskemmtilegu atviki á fimmtudaginn í seinustu viku þegar hún var að gæða sér á hrökkbrauði frá Himneskri hollustu Sollu Eiríks. 17. apríl 2015 15:30 „Ég hellti bjórnum í glasið og sá þetta stara beint í augun á mér“ Ungur háskólanemi lenti í heldur óskemmtilegri reynslu um helgina en lét það ekki á sig fá. 20. september 2015 21:17 Dansari fann pöddu í harðfiskspoka: „Paddan er ógeðsleg“ Dansarinn Nikita Bazev fann pöddu skríðandi ofan í poka af harðfiski. Konan hans Hanna Rún lýsir pöddunni í samtali við Vísi. 19. nóvember 2014 17:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12
Bjalla og lirfur í hrökkbrauðspakka: „Bjóst aldrei við að finna neitt lifandi í vörum frá Sollu“ Helena Svava Hjaltadóttir lenti í heldur óskemmtilegu atviki á fimmtudaginn í seinustu viku þegar hún var að gæða sér á hrökkbrauði frá Himneskri hollustu Sollu Eiríks. 17. apríl 2015 15:30
„Ég hellti bjórnum í glasið og sá þetta stara beint í augun á mér“ Ungur háskólanemi lenti í heldur óskemmtilegri reynslu um helgina en lét það ekki á sig fá. 20. september 2015 21:17
Dansari fann pöddu í harðfiskspoka: „Paddan er ógeðsleg“ Dansarinn Nikita Bazev fann pöddu skríðandi ofan í poka af harðfiski. Konan hans Hanna Rún lýsir pöddunni í samtali við Vísi. 19. nóvember 2014 17:33