Rúmlega 130 kvartanir borist frá því að aftur var kveikt á ofni United Silicon Atli Ísleifsson skrifar 31. maí 2017 14:44 Kísilver United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu. United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Rúmlega 130 kvartanir hafa alls borist til Umhverfisstofnunar síðan aftur var kveikt á ofni United Silicon í Helguvík eftir hlé. Þetta kemur fram í svari Umhverfisstofnunar við fyrirspurn Vísis. Björn Þorláksson, upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar segir starfsmenn Umhverfisstofnunar nú bíða eftir niðurstöðu úr greiningu skammtímasýna. „Ofninn er kominn í fullt álag, við fylgjumst vel með lyktarmengun og hvort ofninn haldist stöðugur. Hagstæð vindátt hefur verið síðustu daga sem e.t.v. á þátt í að aðeins 3-4 kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun á síðustu tveimur dögum. Langflestar kvartanir snúa að lyktarmengun,“ segir Björn. Kísilofn United Silicon var endurræstur á mánudag í síðustu viku með samþykki Umhverfisstofnunar eftir tæpa mánaðarstöðvun.Hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð Kísilmálmverksmiðja United Silicon hlaut ríkisaðstoð upp á rúmar 30,6 milljónir króna á árunum 2015 til 2016. Þetta kom fram í svari ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, við fyrirspurn Einars Brynjólfssonar, þingmanns Pírata, sem birtist á vef Alþingis í gær. Segir í svarinu að ríkisaðstoðin hafi numið 16,7 milljónir króna vegna ársins 2015 og 14,0 milljónir vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014. Þá segir í svari ráðherra að United Silicon hafi sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við ákvæði fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins, að því er segir í svarinu.
United Silicon Tengdar fréttir Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00 Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36 Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14 „Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Brotið skaut orsakaði lykt Ljósbogaofn verksmiðju United Silicon stöðvaðist á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. 26. maí 2017 07:00
Sjötíu kvartanir á tveimur dögum vegna ólyktar „Meira en við bjuggumst við,“ segir sérfræðingur í eftirlitsteymi Umhverfisstofnunar. 26. maí 2017 10:36
Mótmæla því að kísilverksmiðja United Silicon verði ræst að nýju Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur eins og til stendur jafnvel þó um tímabundna gangsetningu til gagna öflunar sé að ræða. 20. maí 2017 15:14
„Þetta er tilraunastarfsemi á fólki“ Ljósbogaofn United Silicon var endurræstur í dag en íbúasamtök eru ósátt við ákvörðunina. 22. maí 2017 00:03