Donald Trump harðorður í garð Írans Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 18:56 Trump flytur ræðu frammi fyrir leiðtogum múslimaríkja í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í dag. Fyrir aftan hann sitja dóttir hans, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar, Jared Kushner. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan:
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05