Samvinnutónn í Sádi-Arabíu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. maí 2017 07:00 Trump ásamt leiðtogum Sád-Arabíu, Kúveit, Barein, Katar, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Óman í Ríad í gær. vísir/epa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði með leiðtogum og fulltrúum 55 múslimaríkja í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Trump fer út fyrir landsteinana í forsetatíð sinni. Efni fundarins var að sameina þjóðirnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Íslam mun ávallt vera trú miskunnar og friðsamlegrar sambúðar,“ sagði Salman bin Abdulaziz, Sádakonungur, í opnunarávarpi fundarins. „Við, þjóðir og ríki, höfnum því á hvaða tungumáli sem er að spilla samböndum múslimaríkja við vinveitt ríki á grundvelli trúarbragða.“ Í ávarpi sínu kom Trump inn á það að hann vonaðist eftir því að þátttökuríki fundarins gætu sameinast um að þvinga öfgamenn burt úr Miðausturlöndum. Langstærstur hluti fórnarlamba hryðjuverka væru sakleysingjar frá ríkjum Arabíu og Miðausturlanda. Bandaríkjaforseti ávarpaði samkomuna einnig og var hann blíðmálli gagnvart íslamstrú og múslimum en hann hefur oft verið. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið sakaður um að vera óvæginn í garð þeirra og þótti það afar umdeilt þegar hann vildi meina ríkisborgurum sjö múslimaríkja inngöngu í Bandaríkin. „Stríðið gegn hryðjuverkum er stríð barbarískra glæpamanna sem vilja eyðileggja líf heiðvirðs og háttprúðs fólks, af öllum trúarbrögðum, og þeirra sem vilja vernda það. Þetta er ekki stríð trúarbragða eða menningarheima,“ sagði Trump. Forsetinn mæltist til þess að ríkin tækju sig til og hreinsuðu lönd sín af öfgum og að Bandaríkin væru reiðubúin til að aðstoða við það verkefni. Arabaheimurinn gæti hins vegar ekki setið aðgerðalaus hjá og beðið eftir því að Bandaríkin eyddu óvinum þeirra fyrir þeirra hönd. „Ég er ekki kominn hingað til að segja ykkur hvernig þið eigið að lifa eða hvern þið skulið tilbiðja. Þess í stað kem ég hingað og býð samstarf fyrir sameiginlega hagsmuni og baráttumál okkar,“ sagði Trump. Auk yfirlýsinga um sameiginlega baráttu gegn hryðjuverkum var fjöldi viðskiptasamninga undirritaður í heimsókn Trump til Sádi-Arabíu. Þar á meðal má nefna 110 milljarða bandaríkjadollara vopnaviðskiptasamkomulag við Sáda en samningurinn er sá stærsti í sögu Bandaríkjanna. Þegar heimsókn forsetans til Sádi-Arabíu rennur sitt skeið liggur leið hans til Ísraels og Palestínu áður en hann færir sig yfir til Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Óman Sádi-Arabía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent