Miklu færri bókanir í borginni Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2017 06:00 Talsvert hefur dregið úr að ferðamenn bóki ferðir í til að mynda hvalaskoðun á höfuðborgarsvæðinu, það sem af er maí. vísir/stefán Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Reykjavík segja talsvert færri bókanir á hótelgistingum, borðum á veitingastöðum og afþreyingu fyrir ferðamenn fyrstu þrjár vikurnar í maí, miðað við í fyrra. Segja þeir bókanir allt að 40 prósentum færri á tímabilinu. „Þetta sé ég svart á hvítu í mínum rekstri. Ég veit ekki hvort um er að ræða fækkun ferðamanna, eða breytta hegðun. Það er engin mæði í okkur – en ef þetta heldur svona áfram er ljóst að það þarf að draga saman seglin,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, hvalaskoðunarfyrirtækis, en hún á einnig sæti í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við erum að sjá 38 prósent færri bókanir á dagsferðum frá Reykjavík á tímabilinu, en bókunarstaðan í sumar lítur ágætlega út. Maí er alltaf rólegri í afþreyingu en aðrir mánuðir, en það kemur á óvart hvað þetta er mikil dýfa,“ segir Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri hjá Reykjavík Excursions. „Maður heyrir að ferðamenn séu að eyða minna, kaupi ódýrari mat úr lágvöruverslunum, gisti færri nætur og velji ódýrari afþreyingu,“ útskýrir Rannveig. Upplýsingafulltrúi Isavia segist ekki hafa merkt fækkun ferðamanna sem heimsækja landið, en farþegaspár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. „Mér fyndist áhugavert að sjá frekari greiningu á þessum tölum,“ segir Rannveig, en líkt og fram hefur komið fer talning ferðamanna í Leifsstöð fram við vopnaleitina. Allir sem fara þar í gegn og hafa erlend vegabréf eru taldir ferðamenn, líka þeir sem búa á Íslandi. Einnig þeir sem fara aldrei út af Leifsstöð, eru á leið annað í tengiflugi, en þurfa að sækja farangur og innrita sig aftur á Keflavíkurflugvelli. Gengi íslensku krónunnar gæti líka haft áhrif á eyðslu ferðamanna, en krónan hefur styrkst mjög gagnvart erlendum gjaldmiðlum undanfarið. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00 Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu í Reykjavík segja talsvert færri bókanir á hótelgistingum, borðum á veitingastöðum og afþreyingu fyrir ferðamenn fyrstu þrjár vikurnar í maí, miðað við í fyrra. Segja þeir bókanir allt að 40 prósentum færri á tímabilinu. „Þetta sé ég svart á hvítu í mínum rekstri. Ég veit ekki hvort um er að ræða fækkun ferðamanna, eða breytta hegðun. Það er engin mæði í okkur – en ef þetta heldur svona áfram er ljóst að það þarf að draga saman seglin,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, hvalaskoðunarfyrirtækis, en hún á einnig sæti í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. „Við erum að sjá 38 prósent færri bókanir á dagsferðum frá Reykjavík á tímabilinu, en bókunarstaðan í sumar lítur ágætlega út. Maí er alltaf rólegri í afþreyingu en aðrir mánuðir, en það kemur á óvart hvað þetta er mikil dýfa,“ segir Þórarinn Þór, framkvæmdastjóri hjá Reykjavík Excursions. „Maður heyrir að ferðamenn séu að eyða minna, kaupi ódýrari mat úr lágvöruverslunum, gisti færri nætur og velji ódýrari afþreyingu,“ útskýrir Rannveig. Upplýsingafulltrúi Isavia segist ekki hafa merkt fækkun ferðamanna sem heimsækja landið, en farþegaspár gera ráð fyrir áframhaldandi fjölgun. „Mér fyndist áhugavert að sjá frekari greiningu á þessum tölum,“ segir Rannveig, en líkt og fram hefur komið fer talning ferðamanna í Leifsstöð fram við vopnaleitina. Allir sem fara þar í gegn og hafa erlend vegabréf eru taldir ferðamenn, líka þeir sem búa á Íslandi. Einnig þeir sem fara aldrei út af Leifsstöð, eru á leið annað í tengiflugi, en þurfa að sækja farangur og innrita sig aftur á Keflavíkurflugvelli. Gengi íslensku krónunnar gæti líka haft áhrif á eyðslu ferðamanna, en krónan hefur styrkst mjög gagnvart erlendum gjaldmiðlum undanfarið.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00 Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37 Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32 Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Fordæmalaus uppbygging í sveit og bæ Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir uppbyggingu í sveitarfélaginu meiri nú en áður hafi sést. Það á bæði við um þéttbýli og dreifbýli. Ferðaþjónusta drífur vöxtinn áfram. 4. maí 2017 07:00
Sýna ferðamönnum hvernig hægt er að komast af í Reykjavík fyrir minna en fimm þúsund á dag Erlendir ferðamenn sem hingað koma hafa kvartað yfir háu verðlagi og Ísland er á nýjan leik orðið eitt dýrasta land í heimi. Það virðist þó ekki stöðva ferðamenn í að koma hingað til lands.Bandaríska sjónvarpsstöðin CNBC fjallaði nýverið um hvernig megi komast af í Reykjavík fyrir sem minnstan pening. 16. maí 2017 20:37
Segir heildarhagsmuni tekna fram yfir sérhagsmuni með hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu Hann segir ekki sjá mikið athugavert við það að Ísland sé dýr áfangastaður og að ferðaþjónustan geti haldið áfram að vaxa og dafna. Til þess þurfi þó skýra sýn og samstarf stjórnvalda og ferðaþjónustunnar. 30. apríl 2017 12:32
Telur ekki að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa áhrif á dreifingu ferðamanna um landið Benedikt Jóhannesson, fjármálráðherra, segist ekki sjá að hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna muni hafa þau áhrif að dreifa ferðamönnum meira um landið en nú gerist en það hefur lengi verið bæði markmið stjórnvalda og aðila í ferðaþjónustunni að fá ferðamenn til að fara víðar um landið. 9. maí 2017 16:45