Framkvæmdastjóri Víkings: Milos er ægilega lyginn í þessu ferli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. maí 2017 12:09 Milos í leik með Víkingi. vísir/ernir Víkingar eru allt annað en sáttir við fyrrum þjálfara liðsins, Milos Milojevic, sem nú er orðinn þjálfari Breiðabliks. Milos hætti hjá Víkingum á föstudag og var þá strax orðaður við Blika. Er hann var síðan ráðinn þjálfari Blika í gær fannst mörgum það lykta af hannaðri atburðarrás. Að Milos hefði viljandi komið sér frá Víkingi til að geta tekið við Blikum. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“ Eftir standa Víkingar þjálfaralausir og virðist vera eitthvað í land að þeir ráði þjálfara í stað Milosar. Dragan Kazic, sem var aðstoðarmaður Milosar, stýrði liðinu í síðasta leik og vill halda áfram. „Það er vinna í fullum gangi. Ég þori ekki að segja til um hvað þetta mun ganga hratt hjá okkur. Ég er út í Noregi núna og fæ frekari tíðindi í dag,“ segir Haraldur. „Þetta er samt allt á byrjunarstigi hjá okkur og fyrsta yfirferð í gangi. Það þætti helvíti gott ef þetta kláraðist í dag. Það er bara Breiðablik sem klárar þetta á stuttum tíma.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Milos: Ég er enginn David Copperfield Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. 22. maí 2017 19:14 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Víkingar eru allt annað en sáttir við fyrrum þjálfara liðsins, Milos Milojevic, sem nú er orðinn þjálfari Breiðabliks. Milos hætti hjá Víkingum á föstudag og var þá strax orðaður við Blika. Er hann var síðan ráðinn þjálfari Blika í gær fannst mörgum það lykta af hannaðri atburðarrás. Að Milos hefði viljandi komið sér frá Víkingi til að geta tekið við Blikum. „Þetta var mjög hönnuð atburðarrás. Það er alveg ljóst. Maður er svolítið pirraður yfir þessu,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. „Atburðarrásin er klárlega hönnuð og ég ætla að skrifa bók um þetta. Sú bók gæti endað á fjölum leikhússins. Milos er ægilega lyginn í öllu þessu ferli. Síðast í gær er hann að panta gám til Serbíu er við erum að ganga frá við hann. Tveim tímum síðar er hann orðinn þjálfari Blika. Það voru líka hlutir sem gerðust í síðustu viku sem bera þess vitni að þetta hafi allt verið planað. Ég veit samt ekki hversu mikla sök Blikar eiga í þessari atburðarrás. Ég held það sé meira Milos.“ Eftir standa Víkingar þjálfaralausir og virðist vera eitthvað í land að þeir ráði þjálfara í stað Milosar. Dragan Kazic, sem var aðstoðarmaður Milosar, stýrði liðinu í síðasta leik og vill halda áfram. „Það er vinna í fullum gangi. Ég þori ekki að segja til um hvað þetta mun ganga hratt hjá okkur. Ég er út í Noregi núna og fæ frekari tíðindi í dag,“ segir Haraldur. „Þetta er samt allt á byrjunarstigi hjá okkur og fyrsta yfirferð í gangi. Það þætti helvíti gott ef þetta kláraðist í dag. Það er bara Breiðablik sem klárar þetta á stuttum tíma.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56 Milos: Ég er enginn David Copperfield Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. 22. maí 2017 19:14 Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00 Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20 Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Milos þakkar fyrir sig: Leikmenn Víkings gerðu mig að betri þjálfara Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari Víkings R., þakkar fyrir sig í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. 20. maí 2017 12:56
Milos: Ég er enginn David Copperfield Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni. 22. maí 2017 19:14
Milos: Ekki sá léttasti að eiga við Sem kunnugt er hætti Milos Milojevic sem þjálfari Víkings R. í gær. 20. maí 2017 19:00
Milos hættur hjá Víkingi Milos Milojevic er hættur sem þjálfari Víkings R. í Pepsi-deild karla. 19. maí 2017 18:20
Milos Milojevic ráðinn þjálfari Breiðabliks Serbinn sem lét af störfum sem þjálfari Víkings á föstudaginn er mættur í Kópavoginn. 22. maí 2017 14:15