Betri byrjun hjá Valsmönnum en þegar þeir urðu síðast meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 06:00 Sigurður Egill Lárusson hefur skorað í þremur leikjum í röð. Vísir/Eyþór Stjarnan og Valur eru í tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bæði hafa unnið þrjá leiki og hafa enn ekki tapað leik í sumar. Stjörnumenn þekkja það vel að byrja mótið vel undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar en þetta er hinsvegar langbesta byrjun Ólafs Jóhannessonar með Valsliðið. Valur hefur unnið fleiri leiki í fyrstu fjórum umferðunum í ár (3) en samanlagt í fyrstu fjórum umferðunum á tveimur fyrstu tímabilum Ólafs með liðið (2). Valsmenn eru þannig sex sætum ofar í dag en þeir voru á sama tíma fyrir ári síðan. Stjarnan er fjórða árið í röð í öðru af tveimur efstu sætunum eftir fjórar umferðir en Valsmenn hafa ekki verið þar í áratug á þessum tíma. Sumarið 2007, síðasta tímabil Valsmanna inn á topp tvö eftir fjórar umferðir, var einmitt síðasta sumarið sem Hlíðarendapiltar unnu Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið í ár er þó að byrja betur en liðið sem vann titilinn fyrir tíu árum. Valsliðið 2007 vann „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum og var því með tveimur stigum færra en Valsliðið í ár. Valsliðið 2017 hefur ennfremur skorað fjórum mörkum meira í fyrstu fjórum leikjum sínum en meistaraliðið frá 2007. Árið 1987 vann Valur einnig titilinn og þá var liðið með jafnmörg stig eftir fjóra leiki og nú. Stjörnumenn hafa unnið 11 af 16 leikjum og aldrei tapað í fyrstu fjórum umferðunum 2014-2017 en næsti hluti mótsins hefur aftur á móti reynst Stjörnumönnum skeinuhættur undanfarin sumur. Liðið hefur þannig ekki náð að fagna sigri í umferðum fimm til sjö síðustu tvö sumur (2 jafntefli, 4 töp). Nú reyndir því á Rúnar Pál og félagar að breyta þeirri hefð. Valsliðið er þegar búið að spila við bæði FH (1-1 jafntefli) og KR (2-1 sigur) á meðan að næstu tveir leikir Garðbæinganna eru á móti FH-bönunum í Fjölni og svo á móti FH. Næstu leikir Valsmanna gætu líka verið sýnd veiði en ekki gefin því þeir eru á móti liðum Fjölnis og ÍBV sem hafa bæði komið á óvart. Það þarf að fara tólf ár aftur í tímann til að finna betri byrjun hjá Valsliðinu en sumarið 2005 háði liðið harða baráttu um titilinn við FH. Þá dugði ekki Val að vinna fimm fyrstu leiki sumarsins því Ólafur Jóhannesson stýrði FH-liðinu þá til sigurs í fimmtán fyrstu leikjunum en þá var Íslandsmeistaratitilinn tryggður með sigri á Val.Sigurleikir Valsmanna í fyrstu fjórum umferðunum 2007 - 2 sigrar (0 töp) 2. sæti eftir fóra leiki 2008 - 2 (2) 5. sæti 2009 - 1 (2) 9. sæti 2010 - 1 (1) 8. sæti 2011 - 2 (2) 6. sæti 2012 - 2 (2) 5. sæti 2013 - 2 (0) 3. sæti 2014 - 2 (1) 5. sæti 2015 - 1 (2) 8. sæti 2017 - 3 (0) 2. sætiSigurleikir Stjörnumanna í fyrstu fjórum umferðunum 2009 - 3 sigrar (1 tap) 3. sæti eftir fóra leiki 2010 - 1 (1) 7. sæti 2011 - 2 (1) 3. sæti 2012 - 2 (0) 3. sæti 2013 - 2 (1) 5. sæti 2014 - 3 (0) 2. sæti 2015 - 2 (0) 2. sæti 2016 - 3 (0) 1. sæti 2017 - 3 (0) 1. sæti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Stjarnan og Valur eru í tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bæði hafa unnið þrjá leiki og hafa enn ekki tapað leik í sumar. Stjörnumenn þekkja það vel að byrja mótið vel undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar en þetta er hinsvegar langbesta byrjun Ólafs Jóhannessonar með Valsliðið. Valur hefur unnið fleiri leiki í fyrstu fjórum umferðunum í ár (3) en samanlagt í fyrstu fjórum umferðunum á tveimur fyrstu tímabilum Ólafs með liðið (2). Valsmenn eru þannig sex sætum ofar í dag en þeir voru á sama tíma fyrir ári síðan. Stjarnan er fjórða árið í röð í öðru af tveimur efstu sætunum eftir fjórar umferðir en Valsmenn hafa ekki verið þar í áratug á þessum tíma. Sumarið 2007, síðasta tímabil Valsmanna inn á topp tvö eftir fjórar umferðir, var einmitt síðasta sumarið sem Hlíðarendapiltar unnu Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið í ár er þó að byrja betur en liðið sem vann titilinn fyrir tíu árum. Valsliðið 2007 vann „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum og var því með tveimur stigum færra en Valsliðið í ár. Valsliðið 2017 hefur ennfremur skorað fjórum mörkum meira í fyrstu fjórum leikjum sínum en meistaraliðið frá 2007. Árið 1987 vann Valur einnig titilinn og þá var liðið með jafnmörg stig eftir fjóra leiki og nú. Stjörnumenn hafa unnið 11 af 16 leikjum og aldrei tapað í fyrstu fjórum umferðunum 2014-2017 en næsti hluti mótsins hefur aftur á móti reynst Stjörnumönnum skeinuhættur undanfarin sumur. Liðið hefur þannig ekki náð að fagna sigri í umferðum fimm til sjö síðustu tvö sumur (2 jafntefli, 4 töp). Nú reyndir því á Rúnar Pál og félagar að breyta þeirri hefð. Valsliðið er þegar búið að spila við bæði FH (1-1 jafntefli) og KR (2-1 sigur) á meðan að næstu tveir leikir Garðbæinganna eru á móti FH-bönunum í Fjölni og svo á móti FH. Næstu leikir Valsmanna gætu líka verið sýnd veiði en ekki gefin því þeir eru á móti liðum Fjölnis og ÍBV sem hafa bæði komið á óvart. Það þarf að fara tólf ár aftur í tímann til að finna betri byrjun hjá Valsliðinu en sumarið 2005 háði liðið harða baráttu um titilinn við FH. Þá dugði ekki Val að vinna fimm fyrstu leiki sumarsins því Ólafur Jóhannesson stýrði FH-liðinu þá til sigurs í fimmtán fyrstu leikjunum en þá var Íslandsmeistaratitilinn tryggður með sigri á Val.Sigurleikir Valsmanna í fyrstu fjórum umferðunum 2007 - 2 sigrar (0 töp) 2. sæti eftir fóra leiki 2008 - 2 (2) 5. sæti 2009 - 1 (2) 9. sæti 2010 - 1 (1) 8. sæti 2011 - 2 (2) 6. sæti 2012 - 2 (2) 5. sæti 2013 - 2 (0) 3. sæti 2014 - 2 (1) 5. sæti 2015 - 1 (2) 8. sæti 2017 - 3 (0) 2. sætiSigurleikir Stjörnumanna í fyrstu fjórum umferðunum 2009 - 3 sigrar (1 tap) 3. sæti eftir fóra leiki 2010 - 1 (1) 7. sæti 2011 - 2 (1) 3. sæti 2012 - 2 (0) 3. sæti 2013 - 2 (1) 5. sæti 2014 - 3 (0) 2. sæti 2015 - 2 (0) 2. sæti 2016 - 3 (0) 1. sæti 2017 - 3 (0) 1. sæti
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Wolves | Toppliðið tekur á móti botnliðinu Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira