Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 14:49 Frá Costco í Kauptúni. Vísir/Eyþór „Vatn er frítt á Íslandi, það er enginn að græða þarna,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi, sem hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun matvæla, um þær fregnir að bandaríski verslunarrisinn Costco selji hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur hér á landi. Það er fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar en bent hefur verið á að Costco þurfi að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt til landsins. „Við erum með frábært íslenskt vatn og þurfum ekki á öllu þessu vatni að halda,“ segir Rakel.Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi.Vísir/ValgarðurHún segir ýmislegt jákvætt við komu Costco til landsins. Vonast hún til að mynda til þess að það muni leiða til lægra vöruverðs og þá býður verslunarrisinn viðskiptavinum sínum ekki upp á plastpoka. „Ég hefði frekar viljað sjá þróun á Íslandi í átt að kjörbúðum. Þannig að þú getir farið út í búð og ef þig vantar bara fimmtíu gramma nautasteik, þá færðu bara 50 gramma nautasteik.“ Hún hvetur fólk til þess að fara varlega þegar kemur að Costco, því þar leynist gyllitilboð. „Það eru þessi Costco-áhrif sem eru kennd í markaðsfræðinni. Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki. Þannig vilja flestar búðir hafa þetta, að við kaupum eitthvað sem við þurfum ekki. Neytandinn græðir yfirleitt ekki á tilboðum á borð við: Kauptu tvo og fáðu þriðja frítt.“ Hún hvetur fólk til að kaupa ekki eitthvað í Costco sem það þarf ekki, af því það var einfaldlega svo ódýrt. „Það er svo mikil sóun í því. Þetta er allt of mikið magn og allt of mikið af umbúðum. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er þetta ekki pakkastærðir sem við þurfum. Þetta hentar mögulega þeim sem eru að fara halda veislur, en að vera meðvitaður um að þó þetta virki æðislega ódýrt, að kaupa ekki ef maður er ekki að fara að nota það.“ Costco Tengdar fréttir Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07 Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Vatn er frítt á Íslandi, það er enginn að græða þarna,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi, sem hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun matvæla, um þær fregnir að bandaríski verslunarrisinn Costco selji hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur hér á landi. Það er fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar en bent hefur verið á að Costco þurfi að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt til landsins. „Við erum með frábært íslenskt vatn og þurfum ekki á öllu þessu vatni að halda,“ segir Rakel.Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi.Vísir/ValgarðurHún segir ýmislegt jákvætt við komu Costco til landsins. Vonast hún til að mynda til þess að það muni leiða til lægra vöruverðs og þá býður verslunarrisinn viðskiptavinum sínum ekki upp á plastpoka. „Ég hefði frekar viljað sjá þróun á Íslandi í átt að kjörbúðum. Þannig að þú getir farið út í búð og ef þig vantar bara fimmtíu gramma nautasteik, þá færðu bara 50 gramma nautasteik.“ Hún hvetur fólk til þess að fara varlega þegar kemur að Costco, því þar leynist gyllitilboð. „Það eru þessi Costco-áhrif sem eru kennd í markaðsfræðinni. Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki. Þannig vilja flestar búðir hafa þetta, að við kaupum eitthvað sem við þurfum ekki. Neytandinn græðir yfirleitt ekki á tilboðum á borð við: Kauptu tvo og fáðu þriðja frítt.“ Hún hvetur fólk til að kaupa ekki eitthvað í Costco sem það þarf ekki, af því það var einfaldlega svo ódýrt. „Það er svo mikil sóun í því. Þetta er allt of mikið magn og allt of mikið af umbúðum. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er þetta ekki pakkastærðir sem við þurfum. Þetta hentar mögulega þeim sem eru að fara halda veislur, en að vera meðvitaður um að þó þetta virki æðislega ódýrt, að kaupa ekki ef maður er ekki að fara að nota það.“
Costco Tengdar fréttir Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07 Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00