Íslenski boltinn

Milos: Varð kannski of heitur of fljótt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Milos er kominn í Blikagallann.
Milos er kominn í Blikagallann.
Milos Milojevic, þjálfari Breiðabliks, er í áhugaverðu spjalli við Gumma Ben í þættinum 1 á 1.

Þar spyr Guðmundur eðlilega út í viðskilnaðinn við Víkinga en Milos hefur meðal annars verið sakaður um að hafa hannað atburðarrásina í kringum brotthvarf sitt úr Víkinni.

„Þetta leit ekki vel út fyrir mig á föstudaginn. Ég varð kannski of heitur of fljótt. Ég sagði að ég væri hættur. Það var erfitt fyrir mig að taka þau orð til baka.

Gummi spyr Milos einnig að því af hverju fullorðnir menn þurfi að funda sérstaklega út af einhverjum smá deilum á milli þjálfara og markmannsþjálfara.

„Það var ekki hægt að fá tvær niðurstöður í því máli. Ég er rólegur eftir fundinn og segi þeim að reka markmannsþjálfarann. Það væri hægt en þeir sögðu að það væri mikilvægt að hafa markmannsþjálfara,“ segir Milos meðal annars en hann gat ekki unnið með Cardaklija, markmannsþjálfara Víkings.

Brot af viðtalinu má sjá hér að neðan.

Þátturinn er á dagskrá klukkan 22.00 annað kvöld á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Milos: Ég er enginn David Copperfield

Milos Milojevic, nýráðinn þjálfari Breiðabliks, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en þar fór hann yfir gang mála hjá sér undanfarna daga þegar hann hoppaði á milli tveggja liða í Pepsi-deildinni.

Milos: Þeir tala alltaf illa um fólk

Milos Milojevic vísar ásökunum framkvæmdastjóra Víkings R. til föðurhúsanna og segir að stjórn félagsins hafi valið markmannsþjálfarann Hajrudin Cardakilja fram yfir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×