Sálfræðingur segir það ekki endilega góða hugmynd að fara með börnin í Costco Birgir Olgeirsson skrifar 26. maí 2017 10:48 Fjölmargir lögðu leið sína í Costco í gær. Vísir/Anton Brink Örtröð var í versluninni Costco í Kauptúni í Garðabæ í gær, enda margir sem nýttu fríið sitt á uppstigningardegi til að kíkja þangað. Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, sem telur um 37 þúsund manns þegar þetta er ritað, voru foreldrar varaðir við að fara með börnin sín í Costco í gær ef þau voru ekki stemmd fyrir því. Þá sérstaklega í ljósi þess að ferð í Costco getur staðið yfir í allt að einn og hálfan klukkutíma þegar örtröðin er sem mest líkt og raun bar vitni í gær.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.Vísir„Það er stappað og heitt þarna inni og þetta er síðasti staðurinn sem þau vilja vera á,“ ritaði einn þeirra sem er meðlimur í þessum hópi og bætti annar við. „Það virðist vera full þörf á þessari ábendingu. Ég fór í gær og þá var ekki troðið og það var skelfilegt að sjá grátandi börn sem voru svo gjörsamlega búin að fá nóg. Það eru ekki öll börn sem þola þetta álag sem fylgir því að fara í búðir, hvað þá svona búðir.“ Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, segir það full mikið í lagt að foreldrar ættu að hafa áhyggjur af því að fara með börnin sín í Costco. Varanlegur skaði muni ekki hljótast af því ef börnin þeirra gráti. Steinunn segir hins vegar að það sé ekki beint skynsamlegt að taka börnin sín með sér í verslunarferð í Costco sem getur tekið þó nokkurn tíma þegar aðsóknin er jafn mikil og raun bar vitni í gær. „Það er ekki endilega góð hugmynd ef ef þú ætlar að gera það þá getur þú undirbúið þig. Tekið smá nesti með fyrir barnið og leikfang fyrir það. Þú getur einnig látið barnið hjálpa þér að kaupa inn,“ segir Steinunn en bendir á að pakkningarnar í Costco séu mögulega það stórar að erfitt sé að láta lítil börn aðstoða sig með þær. „En krökkum finnst gaman að fá að vera aðstoðarmenn,“ segir Steinunn en ítrekar að þetta sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. „Hafið það hins vegar í huga að þetta getur orðið hrikalega erfitt fyrir ykkur bæði, börn og foreldra. Costco Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Örtröð var í versluninni Costco í Kauptúni í Garðabæ í gær, enda margir sem nýttu fríið sitt á uppstigningardegi til að kíkja þangað. Í Facebook-hópnum Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, sem telur um 37 þúsund manns þegar þetta er ritað, voru foreldrar varaðir við að fara með börnin sín í Costco í gær ef þau voru ekki stemmd fyrir því. Þá sérstaklega í ljósi þess að ferð í Costco getur staðið yfir í allt að einn og hálfan klukkutíma þegar örtröðin er sem mest líkt og raun bar vitni í gær.Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur.Vísir„Það er stappað og heitt þarna inni og þetta er síðasti staðurinn sem þau vilja vera á,“ ritaði einn þeirra sem er meðlimur í þessum hópi og bætti annar við. „Það virðist vera full þörf á þessari ábendingu. Ég fór í gær og þá var ekki troðið og það var skelfilegt að sjá grátandi börn sem voru svo gjörsamlega búin að fá nóg. Það eru ekki öll börn sem þola þetta álag sem fylgir því að fara í búðir, hvað þá svona búðir.“ Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarmiðstöðinni, segir það full mikið í lagt að foreldrar ættu að hafa áhyggjur af því að fara með börnin sín í Costco. Varanlegur skaði muni ekki hljótast af því ef börnin þeirra gráti. Steinunn segir hins vegar að það sé ekki beint skynsamlegt að taka börnin sín með sér í verslunarferð í Costco sem getur tekið þó nokkurn tíma þegar aðsóknin er jafn mikil og raun bar vitni í gær. „Það er ekki endilega góð hugmynd ef ef þú ætlar að gera það þá getur þú undirbúið þig. Tekið smá nesti með fyrir barnið og leikfang fyrir það. Þú getur einnig látið barnið hjálpa þér að kaupa inn,“ segir Steinunn en bendir á að pakkningarnar í Costco séu mögulega það stórar að erfitt sé að láta lítil börn aðstoða sig með þær. „En krökkum finnst gaman að fá að vera aðstoðarmenn,“ segir Steinunn en ítrekar að þetta sé ekki eitthvað til að hafa áhyggjur af. „Hafið það hins vegar í huga að þetta getur orðið hrikalega erfitt fyrir ykkur bæði, börn og foreldra.
Costco Tengdar fréttir Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14 Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00 Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39 Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Costco-brjálæðið síst í rénun Löng röð hafði myndast áður en verslunin opnaði í morgun. 26. maí 2017 10:14
Bónus fylgist grannt með Costco „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. 26. maí 2017 07:00
Mannfjöldinn svo mikill að Costco kerrur kláruðust Svo mikill mannfjöldi er í Costco í dag að ekki eru nægilega margar kerrur fyrir alla. 25. maí 2017 12:39
Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum "Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki.“ 24. maí 2017 14:49