Kjarninn og hismið Stjórnarmaðurinn skrifar 28. maí 2017 11:00 Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet. Að minnsta kosti getur varla verið algengt að björgunarsveitir (eða sambærilegar sveitir í öðrum löndum) þurfi að standa vörð til að koma í veg fyrir að ágengir neytendur gangi berserksgang. Forsvarsmenn Costco hafa enda látið hafa eftir sér að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Í tengslum við komu Costco hefur líka skapast umræða um verðlag á Íslandi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það sem þeir kalla okurstarfsemi hjá íslenskum kaupmönnum. Vonir þeirra standa til að Costco leiðrétti þetta mikla óréttlæti. Vissulega er verðlag hátt hér á landi. Fyrir því eru hins vegar nokkrar ástæður. Sú fyrsta er náttúrulega mannfæðin. Ísland er örmarkaður og erfiðara en annars staðar að ná stærðarhagkvæmni að neinu ráði. Önnur ástæða er staðsetning landsins, flutningskostnaður er hár. Því má svo bæta við að Ísland er eyja og auðveldara en víða annars staðar að reisa tollmúra, leggja á hin ýmsu gjöld og sjá til þess að allir greiði sitt. Síðastnefnda atriðið hefur þó horft mjög til bóta undir þessari ríkisstjórn. Íslendingum hættir hins vegar til þess að barma sér yfir hlutunum án þess að velta fyrir sér rót vandans. Þegar kemur að verðlagi er krónan, eins og svo oft áður, fíllinn í herberginu. Það er nefnilega ekki svo að íslenskir kaupmenn okri meira en kollegar þeirra í öðrum löndum. Þeir búa hins vegar við gjaldmiðil sem sveiflast eins og pendúllinn og gerir þeim nánast ómögulegt að gera plön til lengri tíma. Sennilega er rétt að íslenskir kaupmenn eru ekki gjarnir til að lækka verð í krónum talið, en eru hins vegar fljótir að velta kostnaði út í verðlagið ef svo ber undir. Þar eru þeir nákvæmlega eins og kaupmenn alls staðar að í heiminum. Á H&M til dæmis að miða verð í verslun sinni á Íslandi við gengi krónunnar akkúrat núna – eða er ekki hyggilegra að horfa til meðalgengis yfir lengra tímabil? Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskir kaupmenn lifa í umhverfi þar sem kostnaður getur hækkað eða lækkað um þriðjung á einu ári án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Eilífur samanburður við verð í erlendum verslunum í erlendri mynt er því ekki alveg sanngjarn. Íslenskir kaupmenn, eins og landsmenn allir, líða fyrir okkar furðulega gjaldmiðil. Sá er kjarni málsins.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Costco Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet. Að minnsta kosti getur varla verið algengt að björgunarsveitir (eða sambærilegar sveitir í öðrum löndum) þurfi að standa vörð til að koma í veg fyrir að ágengir neytendur gangi berserksgang. Forsvarsmenn Costco hafa enda látið hafa eftir sér að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Í tengslum við komu Costco hefur líka skapast umræða um verðlag á Íslandi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það sem þeir kalla okurstarfsemi hjá íslenskum kaupmönnum. Vonir þeirra standa til að Costco leiðrétti þetta mikla óréttlæti. Vissulega er verðlag hátt hér á landi. Fyrir því eru hins vegar nokkrar ástæður. Sú fyrsta er náttúrulega mannfæðin. Ísland er örmarkaður og erfiðara en annars staðar að ná stærðarhagkvæmni að neinu ráði. Önnur ástæða er staðsetning landsins, flutningskostnaður er hár. Því má svo bæta við að Ísland er eyja og auðveldara en víða annars staðar að reisa tollmúra, leggja á hin ýmsu gjöld og sjá til þess að allir greiði sitt. Síðastnefnda atriðið hefur þó horft mjög til bóta undir þessari ríkisstjórn. Íslendingum hættir hins vegar til þess að barma sér yfir hlutunum án þess að velta fyrir sér rót vandans. Þegar kemur að verðlagi er krónan, eins og svo oft áður, fíllinn í herberginu. Það er nefnilega ekki svo að íslenskir kaupmenn okri meira en kollegar þeirra í öðrum löndum. Þeir búa hins vegar við gjaldmiðil sem sveiflast eins og pendúllinn og gerir þeim nánast ómögulegt að gera plön til lengri tíma. Sennilega er rétt að íslenskir kaupmenn eru ekki gjarnir til að lækka verð í krónum talið, en eru hins vegar fljótir að velta kostnaði út í verðlagið ef svo ber undir. Þar eru þeir nákvæmlega eins og kaupmenn alls staðar að í heiminum. Á H&M til dæmis að miða verð í verslun sinni á Íslandi við gengi krónunnar akkúrat núna – eða er ekki hyggilegra að horfa til meðalgengis yfir lengra tímabil? Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskir kaupmenn lifa í umhverfi þar sem kostnaður getur hækkað eða lækkað um þriðjung á einu ári án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Eilífur samanburður við verð í erlendum verslunum í erlendri mynt er því ekki alveg sanngjarn. Íslenskir kaupmenn, eins og landsmenn allir, líða fyrir okkar furðulega gjaldmiðil. Sá er kjarni málsins.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Costco Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Viðskipti innlent Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent