Kjarninn og hismið Stjórnarmaðurinn skrifar 28. maí 2017 11:00 Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet. Að minnsta kosti getur varla verið algengt að björgunarsveitir (eða sambærilegar sveitir í öðrum löndum) þurfi að standa vörð til að koma í veg fyrir að ágengir neytendur gangi berserksgang. Forsvarsmenn Costco hafa enda látið hafa eftir sér að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Í tengslum við komu Costco hefur líka skapast umræða um verðlag á Íslandi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það sem þeir kalla okurstarfsemi hjá íslenskum kaupmönnum. Vonir þeirra standa til að Costco leiðrétti þetta mikla óréttlæti. Vissulega er verðlag hátt hér á landi. Fyrir því eru hins vegar nokkrar ástæður. Sú fyrsta er náttúrulega mannfæðin. Ísland er örmarkaður og erfiðara en annars staðar að ná stærðarhagkvæmni að neinu ráði. Önnur ástæða er staðsetning landsins, flutningskostnaður er hár. Því má svo bæta við að Ísland er eyja og auðveldara en víða annars staðar að reisa tollmúra, leggja á hin ýmsu gjöld og sjá til þess að allir greiði sitt. Síðastnefnda atriðið hefur þó horft mjög til bóta undir þessari ríkisstjórn. Íslendingum hættir hins vegar til þess að barma sér yfir hlutunum án þess að velta fyrir sér rót vandans. Þegar kemur að verðlagi er krónan, eins og svo oft áður, fíllinn í herberginu. Það er nefnilega ekki svo að íslenskir kaupmenn okri meira en kollegar þeirra í öðrum löndum. Þeir búa hins vegar við gjaldmiðil sem sveiflast eins og pendúllinn og gerir þeim nánast ómögulegt að gera plön til lengri tíma. Sennilega er rétt að íslenskir kaupmenn eru ekki gjarnir til að lækka verð í krónum talið, en eru hins vegar fljótir að velta kostnaði út í verðlagið ef svo ber undir. Þar eru þeir nákvæmlega eins og kaupmenn alls staðar að í heiminum. Á H&M til dæmis að miða verð í verslun sinni á Íslandi við gengi krónunnar akkúrat núna – eða er ekki hyggilegra að horfa til meðalgengis yfir lengra tímabil? Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskir kaupmenn lifa í umhverfi þar sem kostnaður getur hækkað eða lækkað um þriðjung á einu ári án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Eilífur samanburður við verð í erlendum verslunum í erlendri mynt er því ekki alveg sanngjarn. Íslenskir kaupmenn, eins og landsmenn allir, líða fyrir okkar furðulega gjaldmiðil. Sá er kjarni málsins.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Costco Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira
Innkoma Costco á íslenskan markað hefur vakið mikla athygli. Eins og Íslendingum er einum lagið virðist eiga að slá einhvers konar heimsmet. Að minnsta kosti getur varla verið algengt að björgunarsveitir (eða sambærilegar sveitir í öðrum löndum) þurfi að standa vörð til að koma í veg fyrir að ágengir neytendur gangi berserksgang. Forsvarsmenn Costco hafa enda látið hafa eftir sér að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. Í tengslum við komu Costco hefur líka skapast umræða um verðlag á Íslandi. Margir hafa orðið til þess að gagnrýna það sem þeir kalla okurstarfsemi hjá íslenskum kaupmönnum. Vonir þeirra standa til að Costco leiðrétti þetta mikla óréttlæti. Vissulega er verðlag hátt hér á landi. Fyrir því eru hins vegar nokkrar ástæður. Sú fyrsta er náttúrulega mannfæðin. Ísland er örmarkaður og erfiðara en annars staðar að ná stærðarhagkvæmni að neinu ráði. Önnur ástæða er staðsetning landsins, flutningskostnaður er hár. Því má svo bæta við að Ísland er eyja og auðveldara en víða annars staðar að reisa tollmúra, leggja á hin ýmsu gjöld og sjá til þess að allir greiði sitt. Síðastnefnda atriðið hefur þó horft mjög til bóta undir þessari ríkisstjórn. Íslendingum hættir hins vegar til þess að barma sér yfir hlutunum án þess að velta fyrir sér rót vandans. Þegar kemur að verðlagi er krónan, eins og svo oft áður, fíllinn í herberginu. Það er nefnilega ekki svo að íslenskir kaupmenn okri meira en kollegar þeirra í öðrum löndum. Þeir búa hins vegar við gjaldmiðil sem sveiflast eins og pendúllinn og gerir þeim nánast ómögulegt að gera plön til lengri tíma. Sennilega er rétt að íslenskir kaupmenn eru ekki gjarnir til að lækka verð í krónum talið, en eru hins vegar fljótir að velta kostnaði út í verðlagið ef svo ber undir. Þar eru þeir nákvæmlega eins og kaupmenn alls staðar að í heiminum. Á H&M til dæmis að miða verð í verslun sinni á Íslandi við gengi krónunnar akkúrat núna – eða er ekki hyggilegra að horfa til meðalgengis yfir lengra tímabil? Staðreyndin er nefnilega sú að íslenskir kaupmenn lifa í umhverfi þar sem kostnaður getur hækkað eða lækkað um þriðjung á einu ári án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Eilífur samanburður við verð í erlendum verslunum í erlendri mynt er því ekki alveg sanngjarn. Íslenskir kaupmenn, eins og landsmenn allir, líða fyrir okkar furðulega gjaldmiðil. Sá er kjarni málsins.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Costco Markaðir Stjórnarmaðurinn Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Sjá meira