Víkingarnir hans Loga í miklum vandræðum með Akureyrarliðin fyrir 25 árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2017 10:00 Mynd/Samsett Logi Ólafsson stýrir Víkingum í fyrsta sinn í tæp 25 ár í dag þegar Víkingur Reykjavík heimsækir KA í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn er opnunarleikur fimmtu umferðarinnar og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 14.00 í dag. Logi tók við Víkingsliðinu í vikunni en þar fékk hann einmitt sitt fyrsta tækifæri sem þjálfari meistaraflokks karla frá 1990 til 1992. Logi Ólafsson stýrði Víkingsliðinu síðast sumarið 1992 þegar liðið endaði í sjöunda sæti og rétt slapp við fall. Víkingar björguðu sér þá með 3-1 sigur á Blikum í lokaumferðinni. Markvörður Blika í síðasta leik Loga með Víkinga var einmitt Hajrudin Cardaklija, sem er annar aðstoðarmanna hans í dag. Það að Logi skuli byrja á móti Akureyrarliðið beinir sjónum að leikjum Víkinga við Akureyrarliðin Þór og KA á þessu sumri fyrir 25 árum síðan. Víkingarnir hans Loga voru nefnilega í miklum vandræðum með Akureyrarliðin í Samskipadeildinni sumarið 1992. KA endaði í neðsta sæti þetta sumar en tveir af þremur sigurleikjum liðsins komu einmitt á móti lærsveinum Loga í Víkingsliðinu. Uppskera Víkinga á móti Akureyrarliðunum sumarið 1992 voru 0 stig í 4 leikjum. Víkingar voru aftur á móti með 5 sigra og 5 töp á móti hinum liðunum í deildinni þetta sumar. Hér fyrir neðan má sjá svart á hvítu þessi miklu vandræði Víkinga með norðanliðin þegar Logi réði síðast ríkjum í Víkinni fyrir aldarfjórðungi síðan.Leikir Víkinga við Akureyrarliðin sumarið 1992:Víkin, 24. maí 1992 (1. umferð) Víkingur - KA 0-2Akureyrarvöllur, 20. júní 1992 (5. umferð) Þór - Víkingur 3-0Akureyrarvöllur, 17. júlí 1992 (10. umferð) KA - Víkingur 1-0Víkin, 16. ágúst 1992 (14. umferð) Víkingur - Þór 1-4Samanlagt hjá Víkingi á móti Akureyrarliðunum í Samskipadeildinni 1992: 4 leikir 0 sigrar 4 töp 1 mark skorað (Helgi Sigurðsson úr víti) 10 mörk fengin á sig Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Logi tekur við á miðju sumri á tíu ára fresti | 1997, 2007 og 2017 Logi Ólafsson var í gær ráðinn eftirmaður Milos Milojevic hjá Víkingum og mun stýra liðinu í fyrsta sinn á móti KA á Akureyri á laugardaginn. 25. maí 2017 08:00 Logi kveður Pepsi-mörkin: Hörður Magnússon hlýtur að fara að fá þjálfaratilboð Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag 24. maí 2017 19:22 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Logi Ólafsson stýrir Víkingum í fyrsta sinn í tæp 25 ár í dag þegar Víkingur Reykjavík heimsækir KA í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn er opnunarleikur fimmtu umferðarinnar og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 14.00 í dag. Logi tók við Víkingsliðinu í vikunni en þar fékk hann einmitt sitt fyrsta tækifæri sem þjálfari meistaraflokks karla frá 1990 til 1992. Logi Ólafsson stýrði Víkingsliðinu síðast sumarið 1992 þegar liðið endaði í sjöunda sæti og rétt slapp við fall. Víkingar björguðu sér þá með 3-1 sigur á Blikum í lokaumferðinni. Markvörður Blika í síðasta leik Loga með Víkinga var einmitt Hajrudin Cardaklija, sem er annar aðstoðarmanna hans í dag. Það að Logi skuli byrja á móti Akureyrarliðið beinir sjónum að leikjum Víkinga við Akureyrarliðin Þór og KA á þessu sumri fyrir 25 árum síðan. Víkingarnir hans Loga voru nefnilega í miklum vandræðum með Akureyrarliðin í Samskipadeildinni sumarið 1992. KA endaði í neðsta sæti þetta sumar en tveir af þremur sigurleikjum liðsins komu einmitt á móti lærsveinum Loga í Víkingsliðinu. Uppskera Víkinga á móti Akureyrarliðunum sumarið 1992 voru 0 stig í 4 leikjum. Víkingar voru aftur á móti með 5 sigra og 5 töp á móti hinum liðunum í deildinni þetta sumar. Hér fyrir neðan má sjá svart á hvítu þessi miklu vandræði Víkinga með norðanliðin þegar Logi réði síðast ríkjum í Víkinni fyrir aldarfjórðungi síðan.Leikir Víkinga við Akureyrarliðin sumarið 1992:Víkin, 24. maí 1992 (1. umferð) Víkingur - KA 0-2Akureyrarvöllur, 20. júní 1992 (5. umferð) Þór - Víkingur 3-0Akureyrarvöllur, 17. júlí 1992 (10. umferð) KA - Víkingur 1-0Víkin, 16. ágúst 1992 (14. umferð) Víkingur - Þór 1-4Samanlagt hjá Víkingi á móti Akureyrarliðunum í Samskipadeildinni 1992: 4 leikir 0 sigrar 4 töp 1 mark skorað (Helgi Sigurðsson úr víti) 10 mörk fengin á sig
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55 Logi tekur við á miðju sumri á tíu ára fresti | 1997, 2007 og 2017 Logi Ólafsson var í gær ráðinn eftirmaður Milos Milojevic hjá Víkingum og mun stýra liðinu í fyrsta sinn á móti KA á Akureyri á laugardaginn. 25. maí 2017 08:00 Logi kveður Pepsi-mörkin: Hörður Magnússon hlýtur að fara að fá þjálfaratilboð Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag 24. maí 2017 19:22 Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Logi ráðinn þjálfari Víkinga Logi Ólafsson snýr aftur í Víkina 25 árum eftir að hann var þar síðast. 24. maí 2017 13:55
Logi tekur við á miðju sumri á tíu ára fresti | 1997, 2007 og 2017 Logi Ólafsson var í gær ráðinn eftirmaður Milos Milojevic hjá Víkingum og mun stýra liðinu í fyrsta sinn á móti KA á Akureyri á laugardaginn. 25. maí 2017 08:00
Logi kveður Pepsi-mörkin: Hörður Magnússon hlýtur að fara að fá þjálfaratilboð Logi Ólafsson, nýráðinn þjálfari Víkinga, var í viðtali hjá Arnari Björnssyni, í kvöldfréttum Stöðvar tvö en Logi tók við Víkingsliðinu í dag 24. maí 2017 19:22